N
Blandið ekki gömlum og nýjum rafhlöðum saman. Blandið ekki alkaline-rafhlöðum, hefðbundnum eða
endurhlaðanlegum rafhlöðum saman. Fylgið staðbundnum reglugerðum um förgun fasts úrgangs til að
farga rafhlöðum á réttan háttons
SAMRÆMI VIÐ EMC
Þetta tæki samræmist 15. hluta reglna FCC. Notkun er háð eftirtöldum tveimur skilyrðum: (1) Þessi búnaður má
ekki valda skaðlegum truflunum og (2) þessi búnaður verður að taka á móti öllum truflunum, þ.m.t. truflunum sem
gætu valdið óæskilegri virkni.
Athugið:
Þessi búnaður hefur verið prófaður og telst fara að takmörkunum fyrir stafrænt tæki í B-flokki, samkvæmt
15. hluta reglna FCC. Þessum takmörkunum er ætlað að veita hæfilega vernd gegn skaðlegri truflun í íbúðarbyggð.
Þessi búnaður myndar, notar og getur gefið frá sér útvarpstíðniorku og ef hann er ekki settur upp og notaður í
samræmi við leiðbeiningarnar getur það valdið skaðlegum truflunum á þráðlausum fjarskiptum. Hins vegar er engin
trygging fyrir því að truflanir eigi sér ekki stað á tilteknu svæði. Valdi þessi búnaður skaðlegum truflunum, sem hægt
er að komast að raun um með því að slökkva og kveikja á tækinu, er notandinn hvattur til að reyna að draga úr
trufluninni með einni eða fleiri af eftirfarandi ráðstöfunum:
· Snúa móttökuloftnetinu eða færa það.
· Auka fjarlægðina á milli tækjanna tveggja.
· Hafa samráð við tækniþjónustu 3M.
ENGAR BREYTINGAR: Ekki skal gera breytingar á búnaðinum án skriflegs samþykkis frá 3M. Óheimilar breytingar
geta ógilt ábyrgðina og heimild notandans til að nota búnaðinn.
ÁBYRGÐ OG TAKMÖRKUN BÓTAÁBYRGÐAR
Athugið: Eftirfarandi fullyrðingar eiga ekki við í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Neytendur skulu reiða sig á
lögboðin réttindi sín.
ÁBYRGÐ: Ef efnisgalli eða galli finnst í framleiðslu á einhverjum persónuhlífum frá 3M, eða þær uppfylla ekki neina
ábyrgð í ákveðnum tilgangi, er 3M aðeins skuldbundið til að gera við, skipta út eða endurgreiða kaupverð þeirra
hluta eða vara ef tímanleg tilkynning um vandamálið berst frá þér og staðfesting á að varan hafi verið geymd, henni
viðhaldið og hún notuð í samræmi við skriflegar leiðbeiningar frá 3M. ÞESSI ÁBYRGÐ, NEMA LÖG BANNI,
GILDIR EINGÖNGU OG KEMUR Í STAÐ ALLRAR BEINNAR EÐA ÓBEINNAR ÁBYRGÐAR Á SÖLUHÆFI,
NOTHÆFI EÐA ANNARRAR GÆÐAÁBYRGÐAR, EÐA ÁBYRGÐAR SEM KEMUR TIL VEGNA VIÐSKIPTA,
VENJA EÐA VIÐSKIPTAVENJA, NEMA VEGNA TITILS EÐA GEGN BROTI Á EINKALEYFI. 3M ber enga ábyrgð
samkvæmt skilmálum ábyrgðarinnar gagnvart vörum sem bila vegna ófullnægjandi eða rangrar geymslu,
meðhöndlunar eða viðhalds, ef vöruleiðbeiningum er ekki fylgt, eða vegna breytinga eða skemmda á vörunni vegna
slyss, vanrækslu eða misnotkunar.
TAKMÖRKUN Á BÓTAÁBYRGÐ: 3M SKAL UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM VERA ÁBYRGT FYRIR,
NEMA LÖG BANNI, BEINU, ÓBEINU, SÉRSTÖKU, TILFALLANDI EÐA AFLEIDDU TJÓNI EÐA SKAÐA (Þ.M.T.
HAGNAÐARTAPI) SEM ORSAKAST AF ÞESSARI VÖRU, ÓHÁÐ ÞEIM LAGAKENNINGUM SEM HALDIÐ ER
FRAM. ÚRRÆÐIN SEM HÉR KOMA FRAM ERU SÉRSTÖK ÚRRÆÐI.
ENGAR BREYTINGAR: Ekki skal gera breytingar á þessum búnaði án skriflegs samþykkis frá 3M. Óheimilar
breytingar geta ógilt ábyrgðina og heimild samkvæmt reglum eftirlitsnefndar alríkisfjarskipta í Bandaríkjunum (FCC)
um notkun þessa búnaðar.
RANNSÓKNIR Á HLJÓÐDEYFINGU
Útskýring á töflum yfir hljóðdeyfingu:
Evrópustaðall EN 352
A :1 Tíðni (Hz)
A :2 Meðaldeyfing (dB)
A :3 Staðalfrávik (dB)
A :4 Áætlað varnargildi, APV (dB)
A :5
H = Áætluð heyrnarvernd fyrir hátíðnihljóð (ƒ
2000 Hz).
M = Áætluð heyrnarvernd fyrir millitíðnihljóð (500 Hz < ƒ < 2000 Hz).
L = Áætluð heyrnarvernd fyrir lágtíðnihljóð (ƒ
500 Hz).
56
Summary of Contents for Peltor WorkTunes HRXS220A
Page 148: ......