77
IS
12. GEYMSLA
•
Geymdu vöruna á þurrum og hreinum stað fyrir og eftir
notkun.
•
Geymdu vöruna alltaf í upprunalegum umbúðum, fjarri
hitagjöfum og þar sem hún verður ekki fyrir áhrifum af
sólarljósi, ryki eða kemískum efnum sem geta skaðað hana.
•
Hitastig við geymslu: -20°C (-4°F) til 40°C (104°F).
• Loftraki: <90%.
•
Höfuðspanga gerðir:
Gættu þess að enginn þrýstingur sé á höfuðspöngina eða
hálsspöngina og að púðarnir þrýstist ekki saman.
•
Útgáfa fyrir útbúnaðarfestingu:
Gættu þess að eyrnapúðarnir séu í vinnustillingu (sjá mynd
E:6) og að á púðunum sé ekki þrýstingur.
ATHUGASEMD
: Fjarlægðu rafhlöðurnar þegar varan er sett í
geymslu um langa hríð.
13.
TÁKN
Þessi kafli er útskýrir almennt séð merkingar hinna ýmsu
tákna sem finna má á vörumiðum, umbúðum og/eða vörunni
sjálfri.
Tákn
Lýsing
Geymist á þurrum stað þar sem regn
nær ekki til (hám. 90% loftrakastig).
Hámarks- og lágmarkshiti við geymslu
tækisins.
Upplýsingar sem varða leiðbeiningar
um notkun. Menn ættu að kynna sér
leiðbeiningar um notkun við notkun
tækisins.
Sýna þarf varúð þegar tækið er í
notkun. Núverandi staða kallar á
vakandi eftirtekt eða viðbrögð notanda
til að komast hjá óæskilegum
afleiðingum.
Framleiðsluland vörunnar. Í stað „CC“
á að koma tveggja stafa landskóði
CN = Kína, SE = Svíþjóð eða
PL = Pólland (ISO 3166-1).
Framleiðsludagur er sýndur sem
ÁÁÁÁ/MM.
CC
Tákn
Lýsing
Framleiðandi vörunnar.
WEEE (raf- og rafeindabúnaður til
förgunar).
Varan inniheldur bæði rafeinda- og
rafmagnsbúnað og því má ekki farga
henni með venjulegu heimilissorpi.
Kynntu þér vinsamlegast reglur á
hverjum stað um förgun rafeinda- og
rafmagnsbúnaðar.
Endurnýtingartákn. Skilaðu vörunni inn
til endurnýtingar á móttökustöð fyrir
rafeinda- og rafmagnssorp.
14.
ÁBYRGÐ OG TAKMÖRKUÐ
SKAÐABÓTASKYLDA
ATHUGASEMD:
Eftirfarandi yfirlýsingar eiga ekki við í
Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.
Neytendur ættu að treysta á lögvarin réttindi sín.
14.1.
ÁBYRGÐ
Komi í ljós að einhver vara frá 3M Personal Safety Division sé
gölluð hvað efnivið eða handbragð varðar og ekki í samræmi
við ótvíræða ábyrgð varðandi sérstakan tilgang, er eina
skuldbinding 3M og úrbót þér til handa sú að 3M velur sjálft
um að gera við, skipta um eða endurgreiða þér kaupverð
viðkomandi hluta eða vöru, að því tilskyldu að þú hafir tilkynnt
í tíma um vandamálið og að staðfest sé að varan hafi verið
geymd, henni viðhaldið og hún notuð í samræmi við skriflegar
leiðbeiningar 3M.
ÁBYRGÐ ÞESSI EINSKORÐAST VIÐ OG KEMUR Í
STAÐINN FYRIR ALLA YFIRLÝSTA ÁBYRGÐ EÐA ÁBYRGÐ
EÐA SKILYRÐI SEM GEFIN ERU Í SKYN UM
SELJANLEIKA, GAGNSEMI EÐA ÁKVEÐINN TILGANG EÐA
AÐRA ÁBYRGÐ EÐA SKILYRÐI UM GÆÐI EÐA ÁBYRGÐ
SEM SPRETTUR AF SÖLUFERLI, VENJU EÐA NOTKUN Í
STARFI, NEMA HVAÐ VARÐAR TILKALL OG VEGNA
BROTA GEGN EINKALEYFI, NEMA LÖG HEIMILI ÞAÐ
EKKI.
3M ber samkvæmt ábyrgð þessari engar skyldur vegna
neinnar vöru sem ekki skilar ætluðum árangri vegna
ófullnægjandi eða rangrar geymslu, meðferðar eða viðhalds,
þegar ekki er farið eftir leiðbeiningum með vörunni eða þegar
henni er breytt eða hún skemmd af slysni eða vegna
vanrækslu eða rangrar notkunar.