74
IS
EN 352 Öryggisyfirlýsingar:
•
Séu einnota hlífar notaðar getur það haft áhrif á
hljóðfræðilega eiginleika eyrnahlífanna.
•
Afköst geta minnkað eftir því sem rafhlöðuhleðsla minnkar.
Gera má ráð fyrir því að rafhlaða í eyrnatöppunum endist
dæmigert í 70 klukkutíma við samfellda notkun. Ákveðin
efnafræðileg efni geta valdið tjóni á vöru þessari. Nánari
upplýsingar má fá hjá framleiðanda.
•
Hljóðmerki afþreyingarsendinga fer ekki yfir 82 dB (A) við
spennu ílagsmerkis að hámarki 500 mV. Vöruna skal ekki
nota sé ekki hægt að tryggja að spenna ílags fari ekki yfir
hámarksgildi.
2.2. VARÚÐ
•
Sé röng rafhlaða notuð, getur verið hætta á sprengingu.
•
Hlaðið ekki rafhlöðurnar við hærra hitasig en 45°C (113 °F).
•
Notaðu eingöngu einnota AA eða AAA-rafhlöður (eins og við
á) eða 3M™ PELTOR™ Ni-MH LR6NM eða LR03NM
hleðslurafhlöður (eins og við á). Ekki er víst að
hleðslurafhlöðurnar séu í boði á öllum markaðssvæðum.
•
Notaðu ávallt sértilgreinda 3M varahluti. Sé notast við aðra
varahluti en upprunalega gæti það dregið úr verndinni sem
varan á að veita.
2.3. ATHUGASEMD
•
Þegar heyrnarhlífar þessar eru notaðar í samræmi við
þessar leiðbeiningar notenda, draga þær bæði úr stöðugum
hávaða, svo sem í iðnaði eða frá ökutækjum og flugvélum,
og skyndilegum hávaða, til dæmis byssuskotum. Erfitt er að
segja fyrir um þá heyrnarvernd sem þörf er á eða í raun er
veitt hvað varðar váhrif af skyndilegum hávaða. Það hefur
áhrif á vernd gegn hávaða frá byssuskotum um hvaða
tegund vopns er að ræða, hve mörgum skotum er hleypt af,
hvaða heyrnarhlífar eru valdar, hvernig þær passa og eru
notaðar, hvernig um þær er annast og fleira. Kynntu þér
betur heyrnarvernd gegn skyndilegum hávaða á
www.3M.com.
•
Heyrnartól þessi eru búin styrkstýrðri hljóðdeyfingu. Notandi
ætti að kynna sér rétta meðferð fyrir notkun. Ef hljóð er
bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi að kynna sér
ráð framleiðanda um viðhald og skipti á rafhlöðu.
•
Hitastig við notkun: -20°C (-4°F) til 50°C (122°F).
•
Ekki nota saman gamlar og nýjar rafhlöður.
•
Ekki nota saman alkaline, venjulegar eða hleðslurafhlöður.
•
Farðu eftir reglum á hverjum stað um förgun fastra efna til
að farga rafhlöðum á ábyrgan hátt.
•
Varúð - Myndefni með vöru er aðeins til útskýringar.
3. VOTTANIR
Öll samþykki sem vísað er til í þessum hluta eiga ekki við um
vöruna þína. Ef sum samþykki eiga ekki við um vöruna þína,
má sjá það á merkimiða vörunnar.
3.1.
EVRÓPSKAR VOTTANIR
ESB
Hér með lýsir 3M Svenska AB því yfir að útvarpsmóttakari er í
samræmi við tilskipun 2014/53/ESB og aðrar viðeigandi
tilskipanir til að uppfylla kröfur um CE-merkið.
3M Svenska AB lýsir því einnig yfir að þessi PPE-gerðar
heyrnartól séu í samræmi við reglugerð (ESB) 2016/425.
Persónuhlífarnar eru endurskoðaðar árlega og gerðarvottaðar
af SGS Fimko Ltd., Takomotie 8, FI-00380 Helsinki, Finnlandi,
vottunarstofnun nr. 0598.
Varan hefur verið prófuð og vottuð í samræmi við
EN 352-1:2020, EN 352-3:2020, EN 352-4:2020 og
EN 352-8:2020.
Hægt er að fá upplýsingar um viðeigandi löggjöf með því að
sækja samræmisyfirlýsingu (DoC) á www.3M.com/peltor/doc.
Samræmisyfirlýsingin sýnir ef aðrar gerðarvottanir gilda um
búnaðinn. Þegar samræmisyfirlýsing er sótt, finndu
vinsamlegast hlutanúmer þitt. Þú finnur hlutanúmer
eyrnahlífanna neðst á annarri skálinni. Dæmi um það má sjá
á myndinni hér að neðan.
Einnig er hægt að fá send afrit af samræmisyfirlýsingu og
viðbótarupplýsingum sem krafist er í reglugerðum og
tilskipunum með því að hafa samband við 3M í því landi þar
sem varan var keypt. Upplýsingar um tengiliði má finna aftast
í þessum notendaleiðbeiningum.
4.
ÚTSKÝRINGAR Á TÖFLUM YFIR STAÐLA
Hljóðdeyfingin var fundin á meðan slökkt var á tækinu.
4.1. EVRÓPA
3M mælir eindregið með því að hver og einn notandi felli allar
heyrnarhlífar vandlega að sér. Rannsóknir benda til þess að
stundum sé hljóðeinangrun minni en hljóðdeyfingargildi á
umbúðum gefa til kynna vegna frávika við að fella hlífarnar að
hverjum notanda fyrir sig og færni viðkomandi og hvatningu til
þess. Kynntu þér viðeigandi reglur og leiðbeiningar á
merkimiða um aðlögun suðhlutfalls/falla til merkis. Séu
viðeigandi reglur ekki fyrir hendi er mælt með því að lækka
suðhlutfall/föll til merkis til að geta betur metið dæmigerða
vernd.
4.2. EVRÓPUSTAÐALL EN 352
EN 352-1, EN 352-3 Hljóðdeyfing og stærðun
Tilv. töflu
Lýsing
A:A
Höfuðspangareyrnahlífar með frauðpúðum
A:B
Hjálmfestingareyrnahlífar með frauðpúðum
A:1
f = Miðtíðni áttundarsviðs (Hz)
A:2
MV = Meðalgildi (dB)
A:3
SD = Staðalfrávik (dB)
A:4
APV* = MV - SD (dB)
*Ætlað verndargildi