52
NOTKUN
GLASFLASKA FEST VIÐ
KVEIKJA Á OG STILLA BRENNARANN
VINNU LOKIÐ – GENGIÐ FRÁ BRENNARANUM
Til að festa tækið við gasílátið skuluð þið gera eftirfarandi:
- Gangið úr skugga um að allir ventlar séu lokaðir
- Gangið úr skugga um að þéttingin (á milli þrýstistillis og gasílátsins) sé til staðar og í lagi. Þéttingin ge-
tur verið – allt eftir gerðum/landi – við tengingu þrýstistillis, tengingu gasflösku eða við báðar tengin-
garnar. Ef þið eruð ekki viss skuluð þið hafa samband við söluaðila gassins á ykkar svæði.
- Kannið ástand slöngunnar og stillisins í hvert sinn sem tækið er notað. Ekki má nota slöngu eða stilli
sem er skemmdur eða er með merki um slit.
- Tengið þrýstistillinn við gasflöskuna. Athugið þá rétta snúningsátt skrúfgangsins (hugsanlega er mun-
ur eftir löndum).
- Festið öryggislokann á slönguna ef hann er til staðar.
- Tengið gasslönguna við þrýstistillinn og við tækið. Skrúfgangur slöngunnar og slöngutengisins er vin-
strihandarskrúfgangur.
- Notið viðeigandi skrúflykil (st. 17, 18, 19, 30) á tengingarnar. Beitið ekki of miklu afli svo að skúfgan-
gurinn skemmist ekki.
- Opnið lokann fyrir gashylkið. Gangið úr skugga um að allar tengingar séu þéttar. Notið til þess úða til
að finna leka eða sápulöður. Hugsanlega þarf að herða tengingarnar betur.
- Notið ekki tækið ef ykkur grunar að kerfið sé óþétt.
- Þegar þéttniprófun hefur verið framkvæmd skal loka lokanum fyrir gashylkið.
- Eftir notkun skal fyrst loka gasflöskulokanum.
- Tækið skal nota þangað til og ekki má ganga frá því fyrr en gasið sem eftir er í slöngunni klárast og lo-
ginn sloknar.
- Þegar loginn hefur slokknað skal slökkva með gasstýrihnappnum.
- Látið tækið kólna þar sem hlutar tækisins geta strax eftir stutta notkun verið orðnir mjög heitir.
- Takið einungis í sundur og pakkið þegar tækið er orðið alveg kalt.
Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum til að kveikja á tækinu og stilla logann:
- Opnið fyrst lokann fyrir gashylkið og síðan stillilokann á tækinu. Gætið þá að merktri snúningsátt (+:
rangsælis –: réttsælis).
- Sérstaklega þegar um er að ræða litla brennara og flösku sem er nýbúið að fylla á verður að bíða í stut-
ta stund til þess að loft sem er lokað inni sleppi út.
- Gerðir ROMAXI, ECONOMY, ROMINI: Kveikið á loganum við neðri brún brennaraopsins (með gask-
veikjaranum).
- Gerð ROMAXI PIEZO: Ýtið á þrýstirafkveikjubúnaðinn (oft, ef þörf er á).
- Notið handfangið til að opna gaslokann frekar. Mikilvægt er að loginn endi ekki við brún brennarans
og hitinn fari undir nauðsynlegt hitastig.
- Ef ekki er ýtt á gasgjöfina viðhelst lágmarkslogi (ROMAXI, ROMAXI PIEZO, ECONOMY) eða stilltur lo-
gi (ROMINI). Með því að ýta á lágmarkslogahandfangið myndast fullur logi á brennaranum eftir stillin-
gum fyrir brennarann (ROMAXI, ROMAXI PIEZO, ECONOMY) eða hámarkslogi (ROMINI).
- Þegar gert er stutt hlé á vinnunni skal sleppa gasgjöfinni.
- Brennarann má einungis setja í meðfylgjandi geymsluhólk fyrir brennarann. Tæki sem eru án geyms-
luhólks fyrir brennarann (ROMINI) má einungis leggja niður þegar þau eru alveg orðin köld.
- Ekki má snúa of mikið upp á slönguna.
030954-61_UniversalAnleitung_26 Sprachen.qxd:PRINT 09.01.2018 15:05