48
Til að koma ljósabúnaðinum fyrir
• Losa skal skrúfuna á efri hlið flóðljóssins og smella hlífðarglerinu fram.
• Taktu ljósabúnaðinn úr umbúðunum.
• Gættu þess að snerta ekki ljósabúnaðinn með berum höndum því þá verða eftir fitublettir sem
geta leitt til ofhitnunar. Nota skal hreinan og þurran klút sem skilur ekki eftir ló.
• Setja skal annan enda ljósabúnaðarins í perustæðið. Ýttu á hann og settu síðan hinn endann í
perustæðið. Gættu þess að perustæðið bogni ekki.
• Lokaðu síðan glerhlífinni og festu skrúfuna aftur.
Statíf fest á
• Losið um festiskrúfuna á örmum þrífótarins og komið fótunum í hentuga stöðu. Síðan er
festiskrúfan hert á ný.
• Festið flóðljósið í miðgatið á kastaraboganum á statífinu með skrúfunni sem fylgir.
Handfang fest á
Losið um vængjaró á efri hluta flóðljóssins. Setjið handfangið sem fylgir uppá og herðið
vængjaróna á ný.
Til að stilla lýsingarátt
Losaðu skrúfurnar á hliðum festingararmsins, stilltu síðan lýsingarátt flóðljóssins eftir óskum og
festu svo skrúfurnar aftur.
Til að skipta um ljósabúnað
Tæknilegar upplýsingar um ljósabúnaðinn má finna í kaflanum „Tæknilegar upplýsingar“ eða á
merkispjaldi sem er á flóðljósahlífinni.
• Fyrst skal rjúfa strauminn að flóðljósinu og útiloka að straumur sé settur aftur á. Láta skal flóðljó-
sið kólna nægilega!!
• Losa skal skrúfu hlífðarglersins á efri hlið flóðljóssins og snúa hlífðarglerinu fram.
• Taktu ljósabúnaðinn úr umbúðunum.
• Gættu þess að snerta ekki ljósabúnaðinn með berum höndum því þá verða eftir fitublettir sem
geta leitt til ofhitnunar. Nota skal hreinan og þurran klút sem skilur ekki eftir ló.
• Setja skal annan enda ljósabúnaðarins í perustæðið. Ýttu því næst á það og settu síðan hinn
endann í perustæðið. Gættu þess að perustæðið bogni ekki.
• Lokaðu síðan glerhlífinni og festu skrúfuna aftur.
Hreinsun
• Rjúfa skal strauminn að flóðljósinu og útiloka að straumur sé settur aftur á. Láta skal flóðljósið
kólna nægilega!
• Þegar búnaðurinn er hreinsaður má einungis nota þurran eða örlítið rakan klút, sem skilur ekki
eftir ló, og hugsanlega milt hreinsiefni. Ekki má nota hreinsiefni sem inniheldur fægilög eða
leysiefni.
• Ef þörf er á má hreinsa ljósabúnaðinn með klút sem skilur ekki eftir ló og hefur verið vættur örlítið
með spíra. VIÐVÖRUN! Eftir að ljósabúnaðurinn hefur verið hreinsaður með spíra skal láta lofta
um hann í að minnsta kosti 20 mínútur.
Viðhald
• Skipta skal tafarlaust um skemmt hlífðargler.
• Fjarlægja skal tafarlaust öll óhreinindi á hlífinni eða hlífðarglerinu þar sem þau geta leitt til ofhit-
nunar.
IS
ANL_6090115AIP20_6090150AIP20_6090140AIP44_6091240AIP44.indd 48
22.10.2014 11:49:23
Содержание 6090115AIP20
Страница 2: ...2 1 2 ANL_6090115AIP20_6090150AIP20_6090140AIP44_6091240AIP44 indd 2 22 10 2014 11 49 20...
Страница 28: ...28 20 RU ANL_6090115AIP20_6090150AIP20_6090140AIP44_6091240AIP44 indd 28 22 10 2014 11 49 21...
Страница 50: ...50 20 BG ANL_6090115AIP20_6090150AIP20_6090140AIP44_6091240AIP44 indd 50 22 10 2014 11 49 23...
Страница 51: ...51 ANL_6090115AIP20_6090150AIP20_6090140AIP44_6091240AIP44 indd 51 22 10 2014 11 49 23...