Slöngur sem sveiflast til geta valdið miklum skaða.
Athugið ávallt hvort skemmdir séu a slöngum eða hvort
slöngur séu lausar.
Dragið aldrei loftþrýstiverkfæri með slöngunni.
Farið aldrei yfir hámarksþrýsting þegar loftþrýstiverkfæri
er notað.
Loftþrýstiborar ættu ávallt að ganga fyrir þjöppuðu lofti
áa minnsta mögulega þrýstingi sem þarf til þess að vinna
verkið til þess að minnka hljóðmengun og titring.
Tengið aldrei loftbora við gaskút. Notið aðeins síað,
staðlað og smurt, þjappað loft.
Eldhætta fylgir þvi að nota súrefni eða eldfimar
gastegundir til að knýja loftþrýstiverkfæri
Sýnið varkárni þegar þið notið loftþrýstibora þar sem þeir
geta kælst en það hefur áhrif á grip og stjórnun borsins.
Viðhaldsleiðbeiningar:
Mikilvægt er að fara yfir verkfærið í hvert skipti sem það
er notað:
- Athugið hvort vinnuefnið sé í lagi
- Athugið hvort gikkurinn sé eins og hann á að vera
- Gætið þess að allir hlutir og partar verkfærisins
séu á sinum stað
- Gætið þess að verkfærið sé nægilega vel smurt
Notið aðeins varahluti sem tilgreindir eru af
framleiðanda eða umboðsaðila hans þegar að viðhaldi
kemur.
Aðeins sérfæðingar eða þeir aðilar sem hafa umboð
framleiðanda ættu að sjá um viðgerðir á borvélinni
Notendur ættu að vera færir um að sjá um almennt
viðhald borvélar.
Borvél ætti að vera endurunnin eða þá komið til
viðkomandi förgunarsvæðið.
51