![Microlife BP B3 Comfort PC Скачать руководство пользователя страница 87](http://html1.mh-extra.com/html/microlife/bp-b3-comfort-pc/bp-b3-comfort-pc_quick-start-manual_1787021087.webp)
85
Microlife BP B3 Comfort PC
IS
m
Viðvörun
Gefur til kynna hugsanlegt hættuástand sem kann að valda dauða
eða alvarlegum meiðslum ef varúðar er ekki gætt.
Tækið má eingöngu nota eins og lýst er í þessum
notkunarleiðbeiningum. Framleiðandi ber ekki ábyrgð á skaða
sem verður vegna rangrar notkunar.
Ekki má breyta lyfjameðferð eða annarri meðferð sjúklinga
eingöngu með hliðsjón af einni eða fleiri mælingum. Breytingar
á lyfjameðferð eða annarri meðferð skulu eingöngu gerðar af
lækni.
Skoðið tækið, mansettuna og aðra hluta þess fyrir notkun. EKKI
MÁ NOTA tækið ef skemmdir eru sýnilegar á mælinum,
mansettunni eða öðrum hlutum þess, eða ef einhverjir hlutar
þess virka ekki sem skyldi.
Meðan blóðþrýstingsmæling stendur yfir er blóðflæði í hand-
legg truflað tímabundið. Truflun á blóðflæði til lengri tíma dregur
úr blóðflæði og getur valdið skaða á vefjum. Ef mælingar eru
gerðar samfellt eða um lengri tíma skal fylgjast með merkjum
um skert blóðflæði (t.d. litabreytingum á handlegg).
Þrýstingur frá mansettu um lengri tíma dregur úr blóðflæði og
getur valdið skaða. Forðast skal aðstæður sem geta valdið
þrýstingi frá mansettu umfram þann tíma sem eðlilegur er við
mælingar. Ef þrýstingur stendur óeðlilega lengi yfir skal stöðva
mælinguna eða opna mansettuna.
Ekki má nota þetta tæki í súrefnisauðguðu umhverfi eða nálægt
eldfimum lofttegundum.
Tækið er hvorki vatnsþolið né vatnsþétt. Ekki má dýfa tækinu í
vatn eða aðra vökva.
Ekki má taka tækið í sundur eða reyna að framkvæma viðgerðir
á tækinu í heild eða að hluta til, hvorki meðan tækið er í notkun
eða í geymslu. Aðgangur að innri vélbúnaði og hugbúnaði
tækisins er óheimill. Ef óheimilar viðgerðir eru framkvæmdar á
tækinu meðan það er í notkun eða geymslu getur það haft áhrif
á öryggi og virkni tækisins.
Geymið tækið þar sem börn og aðrir sem ekki geta nota tækið
með réttum hætti ná ekki til. Gætið þess að litlir hlutir séu ekki
gleyptir og að snúrur og slöngur tækisins og aukabúnaðar
vefjist ekki um háls einstaklinga.
m
VARÚÐ
Gefur til kynna hugsanlega hættulegar aðstæður sem kunna að
valda vægum eða meðalalvarlegum áverkum hjá notanda eða
sjúklingi, eða geta valdið skemmdum á búnaðinum sjálfum eða
öðrum hlutum ef varúðar er ekki gætt.
Tækið er eingöngu ætlað til að mæla blóðþrýsting við upphan-
dlegginn. Ekki má nota tækið til blóðþrýstingsmælinga á öðrum
stöðum líkamans því slíkar mælingar eru ekki marktækar.
Að mælingu lokinni skal losa um mansettuna og hvílast í
> 5 mínútur til að fá fram eðlilegt blóðflæði á ný áður en önnur
mæling er tekin.
Ekki má nota tækið samtímis öðrum rafrænum læknin-
gatækjum. Það getur valdið því að tækið virki ekki sem skyldi
eða að mælingar verði rangar.
Ekki má nota þetta tæki nálægt hátíðnibúnaði til skurðlækninga,
segulómunarbúnaði (MRI) eða sneiðmyndabúnaði (CT). Það
getur valdið því að tækið virki ekki sem skyldi og að mælingar
verði rangar.
Geymið og notið tækið, mansettuna og aðra hluta þess við það
hita- og rakastig sem fram kemur í «Tæknilýsing». Ef tækið,
mansettan eða aðrir hlutar þess eru notaðir og geymdir utan
þeirra marka hita- og rakastigs sem tilgreind eru í
«Tæknilýsing» getur það valdið bilunum í tækinu og dregið úr
öryggi við notkun þess.
Til að varna skemmdum skal verja tækið og aukabúnað þess
gegn eftirfarandi:
- vatni, öðrum vökum og raka
- miklum sveiflum í hitastigi
- höggi og titringi
- sólarljósi
- mengun og ryki
Tækið er með tvær notandastillingar. Gætið þess að hreinsa og
sótthreinsa tækið milli notenda til að koma í veg fyrir víxlme-
ngun.
Ef notandi finnur fyrir húðertingu eða óþægindum skal hætta að
nota tækið og mansettuna og leita ráða hjá lækni.
Upplýsingar um rafsegulsviðssamhæfi
Þetta tæki uppfyllir kröfur um rafsegultruflanir sem fram koma í
staðlinum EN60601-1-2: 2015.
Þetta tæki er ekki samþykkt til notkunar nálægt hátíðnibúnaði sem
notaður er til lækninga.
Ekki má nota þetta tæki nálægt tækjum sem gefa frá sér öflugar
rafsegulbylgjur eða fjarskiptabylgur (t.d. örbylgjuofnum eða
farsímum). Þegar þetta tæki er í notkun skal halda að minnsta kosti
3.3 m fjarlægð frá slíkum tækjum.
Содержание BP B3 Comfort PC
Страница 77: ...75 Microlife BP B3 Comfort PC RU 9 m m 12...
Страница 78: ...76 m m 5 ME...
Страница 90: ...88...