
16
Hvað er ég?
Leikreglur
Markmið leiksins:
Leikurinn gengur út á að geta sér til um hver eða hvað leynipersóna eða leynihlutur and-
stæðingsins er.
Undirbúningur:
Hver leikmaður tekur sér borð, velur í laumi persónu eða hlut og setur persónuna eða
hlutinn í rammann með HVÍTA gegnsæja glugganum á spilaborðinu sínu.
Gangið úr skugga um að BLÁU gluggarnir séu með hinum 11 persónunum eða hlutunum,
að allir 12 gluggarnir séu OPNIR og að andstæðingurinn sjái ekki persónurnar eða hlutina
hjá hinum.
Gangur leiksins:
1. Yngsti leikmaðurinn byrjar.
2. Leikmennirnir reyna að komast að því hver leynipersóna eða leynihlutur andstæðingsins
er, með því að skiptast á að spyrja hvor annan spurninga sem aðeins má svara með JÁ
eða NEI.
Dæmi: Þú spyrð: „Er persónan þín eða hluturinn með húfu eða hatt?“
Andstæðingurinn svarar: „Nei“
IS