19
Íslenska
Rafmagnsöryggi
• Notið ekki skemmda rafmagnskló eða lausa
innstungu.
• Færið ekki vöruna með því að toga í
rafmagnssnúruna.
• Til að koma í veg fyrir að rafmagnssnúran
skemmist eða afmyndist skal ekki þvinga hana
eða setja hana undir þungan hlut.
• Ef rafmagnsinnstungan er blaut skal taka vöruna
varlega úr sambandi og leyfa innstungunni að
þorna alveg áður en hún er notuð aftur.
• Meðhöndlið ekki rafmagnsklóna með blautum
höndum.
• Stingið ekki klónni ítrekað í og úr sambandi.
• Takið tækið úr sambandi áður en gert er við það,
það skoðað eða skipt er um íhluti í því.
• Fjarlægið ryk og vatn af rafmagnsklónni.
• Takið tækið úr sambandi ef ekki á að nota það í
langan tíma.
• Ef rafmagnssnúran er skemmd verður
framleiðandinn, þjónustufulltrúi á vegum hans
eða annar viðeigandi og hæfur einstaklingur að
skipta um hana til að forðast hættu.
• Reynið ekki að gera við eða breyta
rafmagnssnúrunni.
• Þessa vöru skal aðeins nota með
rafmagnseiningunni sem fylgir með.
• Ef einhver hluti er skemmdur skal ekki nota
vöruna..
Uppsetningaröryggi
• Varan er eingöngu ætluð til heimilisnota við
eðlileg notkunarskilyrði.
• Staðsetjið lofthreinsitækið ekki nálægt hitatæki.
•
Notið ekki vöruna í blautu umhverfi eða í
rakamiklu umhverfi, svo sem baðherbergi eða í
herbergi með miklum frávikum í hitastigi.
• Þessi vara kemur ekki í staðinn fyrir almennilega
loftræstingu, reglulega ryksugun eða notkun á
háfi eða viftu við matreiðslu.
• Staðsetjið alltaf og notið vöruna á þurru, stöðugu,
jöfnu og láréttu yfirborði.
•
Hafið að minnsta kosti 30 cm af lausu rými í
kringum vöruna.
•
Ekki skal nota vöruna á svæðum þar sem eldfimar
gastegundir eða eldfim efni eru notuð eða
geymd.
•
Beitið ekki óhóflegu afli eða útsetið vöruna fyrir
höggum eða skellum.
• Setjið vöruna upp þannig að engar hindranir í
kringum vöruna loki fyrir hringrás lofts.
Notkunaröryggi
• Setjið vöruna aldrei í vatn.
• Ekki má taka vöruna í sundur, gera við hana eða
breyta henni.
•
Takið vöruna úr sambandi áður en hún er þrifin.
• Ef lofthreinsitækið gefur frá sér undarleg hljóð,
brunalykt eða reyk skal taka tækið strax úr
sambandi og hringja í þjónustuverið okkar.
•
Úðið ekki eldfimum efnum inn í loftinntakið.
•
Stingið ekki fingrum eða aðskotahlutum inn í
loftinntak eða loftúttak.
• Skiptið um síur samkvæmt síuskiptitímabilum.
Annars getur frammistaða vörunnar versnað.
• Ýtið ekki vörunni eða hallið ykkur upp við hana
þar sem hún getur dottið og valdið líkamlegu tjóni
eða bilun í vörunni.
•
Varan fjarlægir ekki kolsýring (CO) eða radon (Rn).
Ekki er hægt að nota vöruna sem öryggisbúnað
gegn brennsluferli og hættulegum efnum.
Börn frá 8 ára aldri og fólk með skert skynbragð, líkamlega
eða andlega getu, geta notað þetta tæki ef þau eru undir
eftirliti eða hafa fengið leiðbeiningar frá einstaklingi, sem
er ábyrgur fyrir öryggi þeirra, um hvernig á að nota tækið á
öruggan hátt og að það skilji hætturnar sem því fylgir. Börn
eiga ekki að leika sér með tækið.
Börn eiga ekki að sjá um þrif og viðhald nema undir eftirliti.
Содержание STARKVIND
Страница 1: ...STARKVIND ...
Страница 2: ......
Страница 91: ......
Страница 92: ... Inter IKEA Systems B V 2021 AA 2283689 2 ...