Mikilvægt - lesið vel - geymið til að
lesa síðar
IKEA of Sweden, Pósthólf 702, S-343 81
Svíþjóð
Varúð:
Aðeins til heimilisnota.
─
Aðeins til notkunar innandyra.
─ Hentar börnum yfir þriggja ára aldri.
─ Hámarksburðarþol 70 kg/154lb.
─
Fullorðinn þarf að setja saman. Notið
leiktækið ekki fyrr en það hefur verið
rétt sett saman.
─
Setjið leiktækið upp í a.m.k. 2,5m
fjarlægð frá öllum hindrunum eins og
girðingum, byggingum, trjágreinum,
þvottasnúrum eða rafmagnsvírum.
─
Kaðalstigann/róluna þarf að festa
með meðfylgjandi smellufestingum
á króka sem hafa verið vandlega
festir í burðarbita/loft. Notið króka
sem kaðallinn losnar ekki úr, eins og
EKORRE króka frá IKEA.
─ Hengið ekki yfir steypu, malbik,
þjappaða mold eða annað hart undirlag.
Fall á hart undirlag getur valdið
alvarlegum skaða.
─
Mælt er með því að fullorðnir fylgist
með notkun leiktækisins.
Til að draga úr hættu á alvarlegum
slysum, eða jafnvel dauða, þarf að
brýna fyrir börnum að:
─
aðeins einn leiki sér í einu í rólunni
─
ganga hvorki né leika sér fyrir framan
eða aftan róluna þegar hún er á
hreyfingu
─ að sitja á miðju rólunnar og setja allan
þungann á sætið
─ að fara ekki úr rólunni þegar hún er á
ferð
─ snúa ekki upp á róluna eða smeygja
henni yfir burðarbita/-slá
─
festa ekki við róluna hluti eins og reipi,
snúrur eða annað sem börn geta fest
sig í
Viðhald
Til að draga úr hættunni á alvarlegum
meiðslum eða banaslysum, gerið
eftirfarandi reglulega:
─
kannið hvort allar festingar séu vel
hertar og herðið ef nauðsyn krefur.
─
kannið hvort sætið, reipin eða
festingarnar séu farnar að ganga úr
sér. Notið ekki róluna ef einhverjar
skemmdir eru sjáanlegar.
Höggdempandi yfirborð
Af því að börn geta gert það að leik sínum
að hoppa viljandi úr rólu, ætti að setja
undir hana höggdempandi undirlag. Það
ætti að ná framan og aftan við róluna
eins langt og nemur að minnsta kosti
tvöfaldri hæð rólunnar frá jörðu að
upphengifestingum.
Ef 40 cm eru frá rólu að jörð, er mesta
fallhæð 300 cm. Höggdempandi undirlag
getur verið til dæmis tættur trjábörkur,
viðarflísar (að minnsta kosti 20-25 cm
djúpt) og sandur eða möl (að minnsta kosti
30 cm djúp). Farið reglulega yfir efnið og
bætið í eftir þörfum.
ÍSLENSKA
9
Содержание GUNGGUNG
Страница 1: ...SVÄVA Design and Quality IKEA of Sweden ...
Страница 2: ......
Страница 30: ......
Страница 31: ......
Страница 32: ...AA 922831 1 Inter IKEA Systems B V 2013 ...