25
Öryggisleiðbeiningar
• Þegar þú stillir stöðu hægindastólaeiningarinnar
– haltu öruggri fjarlægð til að festast ekki á milli
stólsins og annarra nálægra gólf- eða veggfesta
hluta, og til að koma í veg fyrir sjálfheldu í
vélabúnaðinum og hættuleg meiðsl.
• Þegar hægindastólaeiningin færist í aðra stöðu
þarf notandinn að gæta þess að enginn og
ekkert verði fyrir skaða. Til að koma í veg fyrir að
húsgögn velti þarf að gæta þess að einingin rekist
ekki í aðra gólf- eða veggfesta hluti.
• Gættu þess að það sé nóg pláss fyrir aftan bakið
svo það geti lagst aftur.
• Þegar hægindastólaeiningin er í neðstu stöðu má
ekki setja aukaþyngd á skemilinn og ekki má sitja
eða standa á honum.
• Grind sófans/einingarinnar má ekki
breyta á nokkurn hátt. Gættu þess að taka
hægindastólaeininguna alltaf úr sambandi
við rafmagn þegar þarf að sinna viðhaldi eða
viðgerðum.
• Ekki má nota hægindastólaeininguna sem lyftu
fyrir fólk eða hluti.
• Þegar einingin er ekki í notkun á hún ávallt að
vera í uppréttri stöðu. Aldrei skilja hægindastólinn
eftir í lægri stöðu þar sem barn eða gæludýr gæti
skriðið undir sófann.
Viðhald og viðgerðir
• Ef hægindastólaeiningin virkar ekki – athugaðu
allar tengingar á milli aflgjafa einingarinnar og
vegginnstungu og að auki tengingu á milli aflgjafa
og tengisins á einingu.
• Ef skipta þarf um einhvern hluta rafbúnaðarins
þarf fyrst að taka rafmagnssnúruna úr sambandi.
• Ef skipta þarf um einhverja einingu FAMMARP
sófans þarf fyrst að taka rafmagnssnúruna úr
sambandi.
• Athugaðu reglulega að allar festingar séu
nægilega hertar og hertu eftir þörfum.
Ef hægindastóllinn virkar ekki sem skyldi þrátt
fyrir þessar aðgerðir, hafðu þá samband við
þjónustuborð IKEA.
ATHUGAÐU!
Ekki reyna að gera við
hægindastólaeininguna sjálf/ur, þar sem það gæti
stuðlað að hættu sem fylgir því að opna eða taka
hana í sundur.
Samræmisyfirlýsing ESB fylgir með pakkningunum í
aðskildum skjölum.
Framleiðandi: IKEA of Sweden AB
(skráningarnúmer verslunar: 556074-7551)
Heimilisfang: Box 702, SE-343 81 Älmhult,
SWEDEN"
Símanúmer: +46(0)476-648500
GEYMDU LEIÐBEININGARNAR
Táknið með mynd af ruslatunnu með krossi yfir
þýðir að ekki má farga vörunni með venjulegu
heimilissorpi. Vörunni þarf að skila í endurvinnslu
eins og lög gera ráð fyrir á hverjum stað fyrir
sig. Með því að henda slíkum vörum ekki með
venjulegu heimilissorpi hjálpar þú til við að draga úr
því magni af úrgangi sem þarf að brenna eða nota
sem landfyllingu og lágmarkar möguleg neikvæð
áhrif á heilsu fólks og umhverfið. Þú færð nánari
upplýsingar í IKEA versluninni.
Содержание 394.289.92
Страница 1: ...FAMMARP ...
Страница 2: ......
Страница 120: ... Inter IKEA Systems B V 2021 AA 2352342 1 ...