Öryggi - ÍSLENSKA
57
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
VIÐVÖRUN!
•
Tryggið að tækið sé tengt við vatn og rafveitu af aðila með viðeigandi hæfni samkvæmt leiðbeiningum
framleiðanda og öryggisreglum sem gilda á staðnum.
•
Ef rafmagnssnúran er skemmd verður henni að vera skipt út af framleiðandanum, þjónustuaðila hans eða
sambærilega hæfum einstaklingum til að forðast hættu.
•
Verið viss um að rafmagnstengillinn sé tengdur við jarðtengda þriggja skauta innstungu. Athugaðu
vandlega að innstungan þín sé jarðtengd á réttan og áreiðanlegan hátt.
•
Gangið úr skugga um að rafmagnstengill vélarinnar sé aðgengilegur eftir uppsetningu og að vélin standi
ekki ofan á rafmagnssnúrunni.
•
Þegar vélin er hallastillt verða lásrærnar á öllum fjórum fótum að vera þétt skrúfaðar að hýsingunni.
•
Ef það á við skal tryggja að loftopin á grunni tækisins séu ekki hindruð af, til dæmis, teppi.
•
Notið nýju slöngusettin sem fylgja tækinu. Endurnotið ekki gömul sett.
VARÚÐ!
•
Innrennslisslangan verður að vera tengd við kaldavatnsinntakið.
•
Ekki brjóta, kremja, breyta eða skemma vatnsinntaksslönguna.
•
Brjótið ekki né teygið frárennslisslönguna.
•
Staðsetjið frárennslisslönguna rétt því það getur leitt vil vatnsleka ef hún er skemmd.
•
Ef frárennslisslangan er of löng skal ekki þvinga hana inn í vélina þar sem það mun valda óvenjulegum
hljóðum.
VARÚÐ!
•
Áður en tau er þvegið í fyrsta sinn verður að keyra þvottakerfi þar til því lýkur án nokkurra hluta í tromlunni.
Öryggi við notkun
VIÐVÖRUN!
•
Eldfim, sprengifim eða eitruð leysiefni eru bönnuð. Ekki má nota bensín og alkóhól sem þvottaefni. Notið
aðeins þvottaefni sem hentar fyrir vélarþvott.
VIÐVÖRUN!
•
Takið tækið alltaf úr sambandi og skrúfið fyrir vatnsinntakið eftir notkun.
VIÐVÖRUN!
•
Farið gætilega til að forðast að brennast þegar heitt vatn er að tæmast úr tækinu.
•
Ef tækið er með aðgerð til að gera hlé á þvottakerfi og bæta við fleiri fötum skal ekki nota þessa aðgerð
þegar vatnsborðið nær upp fyrir brún tromlunnar að innan eða hitastigið er hátt stillt.
•
þegar tromlan er enn að snúast og það er mikið magn af vatni í henni þá er ekki öruggt að opna hurðina
og ekki hægt að opna hana með afli.
•
Fyllið aldrei á með vatni handvirkt meðan á þvotti stendur.
VARÚÐ!
•
Þegar þvottakerfi er lokið:
–
bíðið í tvær mínútur áður en hurðin er opnuð, og
–
athugið hvort að vatnið hafi verið tæmt innan úr tromlunni áður en hurðin er opnuð. Opnið ekki
hurðina ef eitthvað vatn er sjáanlegt.
VARÚÐ!
•
Mýkingarefni, eða svipaðar vörur, ætti að nota samkvæmt því sem tiltekið er í leiðbeiningum þeirra.
•
Hvassir og harðir hlutir, eins og mynt, nælur, naglar, skrúfur eða steinar o.s.frv. geta valdið alvarlegum
skemmdum á vélinni. Gangið úr skugga um að allir vasar hafi verið tæmdir.
VARÚÐ!
•
Áður en tau er þvegið í fyrsta sinn verður að keyra þvottakerfi þar til því lýkur án nokkurra hluta í tromlunni.
Содержание CTM3714V
Страница 10: ...10 Quick start ENGLISH 2021 Elon Group AB All rights reserved QUICK START Before washing Washing After washing...
Страница 19: ...Snabbstart SVENSKA 19 2021 Elon Group AB All rights reserved SNABBSTART F re tv tt Tv tt Efter tv tt...
Страница 22: ...22 L r k nna din nya tv ttmaskin SVENSKA 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 29: ...Hurtigstart NORSK 29 2021 Elon Group AB All rights reserved HURTIGSTART F r vask Vask Etter vask...
Страница 32: ...32 Bli kjent med vaskemaskinen NORSK 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 39: ...Hurtig start DANSK 39 2021 Elon Group AB All rights reserved HURTIG START F r vask Vask Efter vask...
Страница 42: ...42 L r din vaskemaskine at kende DANSK 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 49: ...Pikaopas SUOMI 49 2021 Elon Group AB All rights reserved PIKAOPAS Ennen pesua Pesu Pesun j lkeen...
Страница 52: ...52 Pesukoneeseen tutustuminen SUOMI 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 59: ...Fl tibyrjun SLENSKA 59 2021 Elon Group AB All rights reserved FL TIBYRJUN Fyrir vott vottur Eftir vott...
Страница 62: ...62 L r u vottav lina na SLENSKA 2021 Elon Group AB All rights reserved...