129
IS
Val á þvottakerfi
Ef þú vilt þvo efni af mismunandi
tegundum sem eru misjafnlega óhrein, er
þvottavélin með sérstök þvottakerfi fyrir
þær þarfir (sjá töflu).
Hvítt
Fyrir fullkominn þvott. Síðasta
þeytivindingin með mesta hraðanum
fjarlægir raka best.
Baðmull + Forþvottur
Þvottakerfið er notað til að fjarlægja
fasta bletti úr hvítum baðmullarfötum.
Forþvotturinn fjarlægir bletti best. Fylltu
hólf „
1
“ af þvottaefni sem jafngildir 20%
af því sem notað er í aðalþvottinn.
BAÐMULL
Þetta kerfi hentar fyrir meðalóhreinan
baðmullarþvott og er líka skilvirkasta
kerfið hvað varðar vatns- og orkunotkun
við baðmullarþvott.
Eco 20°C
Með þessu nýstárlega þvottakerfi má
þvo efni af ýmsu tagi og litum saman,
t.d. baðmull, gerviefni og blönduð
efni, við aðeins 20°C hita með mjög
góðum árangri. Notkun er um 40% af
venjulegum 40°C baðmullarþvotti.
Blandað
Þvottur og skolun hámarkast með
snúningsskipulagi tromlunnar og
vatnsmagninu. Snúningurinn er
gætilegur svo efnin krumpast minna.
Viðkvæmt
Þetta þvottakerfi vinnur í lotum og hentar
sérlega vel við þvott á mjög viðkvæmum
fatnaði. Þvottakerfið og skolunin notar
mikið vatn til að ná sem bestum árangri.
Skolun
Í þessu þvottakerfi er skolað 3 sinnum
með þeytivindingu þess á milli (sem má
draga úr eða sleppa með viðeigandi
hnappi). Er notað til að skola efni af öllu
tagi, t.d. eftir handþvott.
Þeytivinding
Þetta þvottakerfi nýtir sér hámarkshraða
þeytivindunnar (hægt er að minnka
hraða með hnappi).
Frádæling
Þetta kerfi dælir bara út vatninu.
Hraðþvottur (14-30-44 mín.)
Þvottakerfi sem hentar litlum og ekki
mjög óhreinum þvotti. Ef þú notar þetta
kerfi, mælum við með því að þú notir
minna þvottaefni en annars til að forðast
sóun. Veldu kerfið HRAÐÞVOTTUR og
notaðu hraðþvottahnappinn til að velja
eitt kerfi af þremur í boði.
Dökkir litir
Þvottakerfi mótað fyrir dökka liti svo þeir
krumpist sem minnst og upplitist ekki.
Við mælum með því að þú notir fljótandi
þvottaefni.
Skyrtur
Þvottakerfið tryggir eins og bestu verður
á kosið að þvotturinn krumpist ekki
og skilar tandurhreinum þvotti. Það er
jafnvel hægt að draga enn frekar úr
hraða þeytivindunnar til að auðvelda
straujun.
Silki
Sérstakt kerfi fyrir silkifatnað sem þvo
má í þvottavél. Snúningur tromlunnar
er mýkri en annars og hitinn fer ekki
yfir 30°C. Kerfinu lýkur með gætilegri
þeytivindingu.
Ull
Þetta kerfi er með sérstakt skipulag
ætlað ullarvörum sem þvo má í þvottavél
eða flíkum sem á að þvo i höndunum.
Handþvottur
Forrit fyrir þvott sem eingöngu skal
þvo í höndunum. Kerfinu lýkur með 3
skolunum og hægfara þeytivindingu.
Stjórnborð og kerfi