34
CMB3504X
IS
FYRIR NOTKUN
• Taktu tækið úr pakkningunni og settu alla íhluti á lárétt undirlag.
• Þvoðu könnuna, lokið á könnunni og mælibollann í heitu vatni blönduðu
með uppþvottalegi. Skolaðu þetta síðan og láttu þorna.
Ekki dýfa mótoreiningunni (6) ofan í vatn þegar hún er þrifin. Farðu varlega
þegar þú meðhöndlar hnífana þar sem þeir eru mjög beittir.
HRAÐASTILLING
Stilltu hraðastillinguna (5) á þann hraða sem óskað er eftir:
• Staða 1 = minnsti hraði
• Staða 2 = mesti hraði
• Staða P* (púlsstilling) Settu hraðastillinguna í stöðu P og haltu henni þar
þangað til þéttleikinn er orðinn eins og óskað er eftir (hraðastillingin fer
sjálfvirkt í stöðu 0 þegar þú sleppir henni).
NOTKUN Á KÖNNUNNI Á BLANDARANUM (4)
Passaðu að hraðastillingin sé í stöðu 0 áður en þú festir könnuna.
ÁVÖXTIR OG GRÆNMETI MAUKAÐ
• Settu mótoreininguna (6) á slétt undirlag.
• Afhýddu og/eða taktu kjarnann úr ávöxtunum (til dæmis eplum, banönum
eða perum) eða grænmetinu og skerðu í litla teninga. Settu ávextina/
grænmetið, sem búið er að skera í teninga, í könnuna (4). Það getur
verið að þú þurfir að setja smávegis af vatni með til að tækið vinni jafnt
og snurðulaust. Blöndunarhlutföllin eru 2 hlutar af ávöxtum/grænmeti og
3 hlutar af vatni. Heildarmagnið af vökva má ekki vera meira en hámarks
magnið sem er merkt á könnunni.
• Settu könnuna (4) á mótoreininguna (6) og settu lokið á.
• Settu hraðastillinguna (5) í stöðu 0 þegar þéttleikinn er orðinn eins og óskað
er eftir.
• Taktu könnuna af mótoreiningunni (6), taktu lokið varlega af og berðu fram.
ATH!
Ekki setja tækið í gang þegar það er tómt eða innheldur vatn sem er
heitara en 60°C. Hægt er að nota könnuna til að mylja klaka.
HRÁEFNUM BÆTT ÚT Í
• Ef þú vilt bæta við hráefnum þegar þú ert að mauka þá getur gert það með
því að taka mælibollann (1) af sem er á miðju loki könnunnar (2) eftir að búið
er að slökkva á tækinu. Settu mælibollann aftur á áður en tækið er sett aftur
í gang.
Содержание CMB3504X
Страница 7: ...7 CMB3504X SE...
Страница 13: ...13 CMB3504X GB...
Страница 19: ...19 CMB3504X NO...
Страница 25: ...25 CMB3504X DK...
Страница 31: ...31 CMB3504X FI...
Страница 37: ...37 CMB3504X IS...