• Þetta heimilistæki er hannað til notkunar innanhúss á
heimilum.
• Þetta heimilistæki má nota á skrifstofum, í herbergjum
hótela, herbergjum gestahúsa, bændagistingum og öðrum
sambærilegum gistirýmum þar sem notkun er ekki meiri en
almenn heimilisnotkun.
• Einungis til þess hæfur aðili má setja upp þetta heimilistæki
og skipta um snúruna.
• Ekki má nota heimilistækið fyrr en innbyggða virkið hefur
verið uppsett.
• Aftengdu heimilistækið frá rafmagns- og vatnsinntaki áður
en hvers kyns viðhaldsvinna fer fram.
• Ef rafmagnssnúra er skemmd verður framleiðandi,
viðurkennd þjónustumiðstöð, eða álíka hæfur aðili að skipta
um hana til að forðast hættu vegna rafmagns.
• VIÐVÖRUN: Tryggðu að slökkt sé á heimilistækinu áður en
þú skiptir um ljósið til að forðast möguleika á raflosti.
• VIÐVÖRUN: Heimilistækið og aðgengilegir hlutar þess hitna
meðan á notkun stendur. Gæta ætti varúðar þegar
hitunarelementin eru snert eða yfirborð holrýmis
heimilistækisins.
• Notaðu alltaf hanska við að taka úr og setja í aukahluti eða
eldföst matarílát.
• Notaðu aðeins þann matarmæli (kjöthitamæli) sem
ráðlagður er fyrir þetta heimilistæki.
• Til þess að taka hillustuðninginn úr skal fyrst toga í
framhluta hillustuðningsins og síðan afturhluta hans frá
hliðarveggjunum. Komdu hilluberunum fyrir í öfugri röð.
• Notaðu ekki gufuhreinsibúnað til að hreinsa heimilistækið.
• Notaðu ekki sterk tærandi hreinsiefni eða beittar
málmsköfur til að hreinsa glerhurðina þar sem slíkt getur
rispað yfirborðið, sem getur aftur leitt til þess að glerið
brotnar.
• Fyrir hitahreinsun skaltu fjarlægja alla aukahluti og allt sem
er inni í rými heimilistækisins.
ÍSLENSKA 99
Содержание BBP6252B
Страница 3: ...My AEG Kitchen app DANSK 3 ...
Страница 34: ...My AEG Kitchen app 34 ENGLISH ...
Страница 66: ...My AEG Kitchen app 66 SUOMI ...
Страница 97: ...My AEG Kitchen app ÍSLENSKA 97 ...
Страница 129: ...My AEG Kitchen app NORSK 129 ...
Страница 160: ...My AEG Kitchen app 160 SVENSKA ...
Страница 190: ......
Страница 191: ......
Страница 192: ...867380169 B 112023 ...