• Tryggið að heyrnarhlífarnar passi, séu rétt stilltar, nothæfi þeirra sé athugað reglulega og þeim viðhaldið í
samræmi við notendaleiðbeiningarnar.
Sé búnaðurinn ekki rétt stilltur dregur það úr skilvirkni
hljóðdeyfingarinnar. Upplýsingar um réttar stillingar má finna í meðfylgjandi leiðbeiningum.
• Nota skal heyrnarhlífar öllum stundum í háværu umhverfi til að fá viðeigandi vernd.
• Sé afþreyingarefni notað við vinnu kunna viðmiðunarmerki á tilteknum vinnustöðum að skerðast.
• Séu hreinlætishlífar settar á púðana getur það haft áhrif á hljóðeinangrun heyrnarhlífanna.
• Komi öryggis- eða hlífðargleraugu eða ólar á öndunarhlífum á milli þéttiyfirborðsins á heyrnarhlífunum og
höfuðs notandans verður hljóðdeyfingin hugsanlega minni. Veljið öryggis- eða hlífðargleraugu með flötum,
mjóum örmum eða ólum sem hafa lítil áhrif á þéttingu heyrnarhlífanna til að hljóðdeyfingin verði sem best.
Takið sítt hár aftur og fjarlægið aðra hluti sem geta dregið úr þéttingu heyrnarhlífanna, eins og blýanta, hatta,
skartgripi eða heyrnartól. Beygið ekki höfuðbandið því þá verður það laust og hljóðeinangrun tapast.
• Heyrnarhlífar sem festar eru á hjálma eru í stórum stærðum. Heyrnarhlífar sem fylgja staðlinum EN 352-3 eru
af öllum stærðum. Miðlungsstórar heyrnarhlífar passa á flesta notendur. Litlar eða stórar heyrnarhlífar eru
hannaðar fyrir þá sem geta ekki notað miðlungsstórar heyrnarhlífar.
• Séu heyrnarhlífarnar notaðar samkvæmt notendaleiðbeiningunum draga þær úr váhrifum vegna stöðugs
hávaða, eins og iðnaðarhljóða og hljóða frá ökutækjum og flugvélum, auk háværra, hvellra hljóða eins og
byssuskota. Erfitt er að segja til um nauðsynlega og/eða raunverulega vernd sem fengin er við váhrif frá
hvellum hljóðum. Fyrir byssuskot hafa gerð vopnsins, fjöldi skota, rétt val, stillingar og notkun heyrnarhlífanna,
rétt umhirða þeirra og aðrir hlutir áhrif á afköst heyrnarhlífanna. Ef heyrn þín minnkar eða þú heyrir ískur eða
suð í eyrunum þegar eða eftir að þú hefur verið í hávaða (þ.m.t. byssuskot), eða þig grunar af einhverri annarri
ástæðu að þú gætir átt í vandræðum með heyrnina gæti heyrn þín verið í hættu. Frekari upplýsingar um
heyrnarhlífar fyrir hvell hljóð má finna á www.3M.com/hearing.
• Takmörkun á ílagsmerkinu er aðeins haldið fyrir hljóðstig sem fer ekki yfir 250 mV RMS.
• Höfuðbandið og höfuðbúnaðurinn fást í stærðunum S, M og L og festingarnar á hjálmana eru í stærð L.
VARÚÐ
SPRENGIHÆTTA EF RAFHLÖÐUNNI ER SKIPT ÚT FYRIR AÐRA AF RANGRI GERÐ.
FARGIÐ NOTUÐUM RAFHLÖÐUM Í SAMRÆMI VIÐ LEIÐBEININGAR
ATHUGIÐ
• Þó að mælt sé með því að fólk noti heyrnarhlífar til að verjast skaðlegum áhrifum af högghljóðum er
hljóðdeyfingarflokkunin (NRR) byggð á deyfingu á samfelldum hávaða og gefur því ekki nákvæmar
upplýsingar um vernd gegn högghljóðum eins og byssuskotum.
• Sé hljóðdeyfingarflokkunin notuð til að meta vernd á hefðbundnum vinnustað mælir 3M með því að hún sé
lækkuð um 50%, eða í samræmi við viðeigandi reglugerðir.
• This hearing protector limits the entertainment audio signal to 82 dB(A) effective to the ear.
• Tiltekin efni kunna að hafa truflandi áhrif á þessa vöru. Frekari upplýsingar skal fá hjá framleiðanda.
• Í Kanada þurfa notendur öryggishjálma fyrir vinnustaði með heyrnarhlífum að fylgja CSA-staðli Z94.1 um
öryggishöfuðbúnað fyrir iðnað.
• Hitasvið við notkun:
-20 °C (-4 °F) til 55 °C (131 °F)
• Hitasvið við geymslu:
-20 °C (-4 °F) til 55 °C (131 °F)
• Þyngd heyrnarhlífa: HRXS220A = 351 g, HRXS220P3E = 369 g, HRXS221A = 353 g, HRSX221P3E = 371 g
3M Svenska AB lýsir því hér með yfir að þessar 3M™ PELTOR™-heyrnarhlífar eru í samræmi við grunnkröfur og
önnur ákvæði sem sett eru fram í viðeigandi tilskipunum. Með því uppfylla þær kröfur til CE-merkingar.
3M Svenska AB lýsir því hér með yfir að gerð útvarpsbúnaðarins [útvarpsmóttakari] sé í samræmi við tilskipun
2014/53/ESB. Finna má ESB-samræmisyfirlýsinguna í heild sinni á eftirfarandi vefsvæði: http://ww-
w.3M.com/peltor/doc
Varan var prófuð og samþykkt í samræmi við
[EN 352-1:2002 / EN 352-3:2002, EN352-4:2001/A1:2005,
EN352-6:2002, EN352-8:2008].
Viðbótarupplýsingar má nálgast hjá 3M í innkaupslandi eða hjá 3M Svenska AB Värnamo. Samskiptaupplýs-
ingar má finna á síðustu síðum notendaleiðbeininganna.
Þessi vara inniheldur rafmagns- og rafeindaíhluti og henni má ekki farga með almennu sorpi. Ráðfærið ykkur
við staðbundnar tilskipanir fyrir förgun á rafmagns- og rafeindabúnaði.
Gerðarprófunarvottorð tilkynnts aðila samkvæmt tilskipun 89/686/EBE:
PZT GmbH, An der Junkerei 48 F, D-26389 Wilhelmshaven,Germany. Notify body #1974
55
Содержание Peltor WorkTunes HRXS220A
Страница 148: ......