41
IS
7.3 Hjálmfestingar fyrir iðnaðaröryggishjálma (tafla K)
Einungis ætti að festa heyrnarhlífarnar á og nota þær með iðnaðaröryggishjálmum á skrá í töflunni.
7.4 Útskýringar á töflu um hjálmfestingar fyrir iðnaðaröryggishjálma
1. Hjálmaframleiðandi
2. Hjálmgerð
3. Hjálmfestingar (mynd L)
4. Höfuðstærðir: S = Lítill, N = Miðlungs, L = Stór
7.5 Útskýringar á töflu um prófanir og vottanir (tafla M)
(M:1) Vara þessi uppfyllir skilyrði sem sett eru í eftirfarandi reglugerðum. Þar af leiðandi uppfyllir varan kröfur um CE-
merkingu.
(M:2) Vara þessi hefur verið prófuð og vottuð í samræmi við eftirfarandi staðla.
(M:3) Varan hefur verið prófuð af.
8. VARAHLUTIR/FYLGIHLUTIR
3M™ Peltor™ HY79 Hreinlætisbúnaður
Hreinlætisbúnaður til að skipta um, tveir deyfipúðar, tveir frauðhringir og tveir ásmelltir þéttihringir. Skiptu um a.m.k. tvisvar
á ári til að tryggja samfellda deyfingu, hreinlæti og þægindi.
3M™ Peltor™ HY100A Einnota verndarhlífar
Einnota hlíf sem auðvelt er að setja á eyrnapúðana. 100 pör í pakka.
3M™ Peltor™ HYM1000 Hljóðnemahlíf
Raka- og vindhelt hreinlætislímband sem verndar talnemann og lengir endingartíma hans um leið. Pakki með 5 metra
lengju dugar til um það bil 50 skipta.
3M™ Peltor™ M995 Vindhlíf fyrir talnema (electret)
Virkar vel á talnema (electret) gegn vindgnauði, verndar hann og lengir endingartímann. Ein hlíf í hverjum pakka.
3M™ Peltor™ ACK053 Hleðslurafhlaða
NiMH hleðslurafhlaða kemur í stað tveggja venjulegra AA 1.5 V rafhlaðna.
3M™ Peltor™ FR08 Raftenging
Raftenging fyrir FR09/ACK053.
3M™ Peltor™ FR09 Hleðslutæki
Hleðslutæki fyrir ACK053
3M™ Peltor™ 1180 SV Rafhlöðulok
3M™ Peltor™ MT53N-12 Talnemi (electret)
Staðalbúnaður með vörunni.
Mikilvæg tilkynning
3M ber enga ábyrgð af neinu tagi, hvort beina né óbeina (þar með talið, en ekki takmarkað við tap á hagnaði, viðskiptum
og/eða viðskiptavild) sem sprettur af því að treysta á einhverjar þær upplýsingar sem hér eru gefnar af 3M. Notandinn ber
ábyrgð á því að meta hve vel vörurnar henta fyrir þá notkun sem áformuð er. Ekkert í yfirlýsingu þessari skal metið svo að
það útiloki eða takmarki ábyrgð 3M vegna andláts eða líkamlegs tjóns sem sprettur af því að hunsa hana.
Peltor™ er vörumerki í eigu 3M, St. Paul, MN 55144-1000, Bandaríkjunum.