Hvernig á að nota og meðhöndla
heyrnarhlífarnar?
Allar heyrnarhlífar, sem þessar leiðbeiningar eiga
við um, eru með höfuðspöng eða hjálmfestingum
úr plasti og þéttihringjum fylltum með frauðplasti.
Lesið þessar leiðbeiningar vel til þess að Zekler-
hlífarnar virki sem best.
Til þess að hlífarnar séu sem þægilegastar og
verndi sem best verður að sjá um þær samkvæmt
eftirfarandi.
– Eyrnaskálarnar og þéttihringirnir slitna og þess
vegna verður að kanna reglulega hvort einhverjir
hlutar séu útslitnir, sprungnir eða lekir.
– Ef svita- eða hreinlætisvörn er sett yfir
þéttihringina getur það minnkað dempunargetu
hlífanna.
– Viss kemísk efni hafa eyðandi áhrif á hlífarnar.
Nánari upplýsingar um þau fást hjá framleiðanda.
Stillingar og notkun
Dempunareiginleikar heyrnarhlífanna geta
minnkað verulega ef notaðar eru þykkar
gleraugnaspangir, lambhúshetta o.s.frv.. Ýtið
frá hári undan þéttihringjunum þannig að
heyrnarskálarnar falli þétt að á sem þægilegastan
hátt. Gangið úr skugga um að skálarnar hylji
eyrun alveg og að þrýstingurinn umhverfis þau
sé jafn.
Höfuðspöng
(sjá Mynd 1)
Dragið höfuðspöngina alveg út og setjið upp
heyrnarhlífarnar. Stillið svo spöngina þannig að
hún liggi létt á höfðinu.
Hjálmfestingar
(sjá Mynd 2)
– Ýtið festingunum í tengin á hjálminum þar til
þau smella föst.
– Setjið eyrnaskálarnar yfir eyrun og ýtið á þar
til smellur heyrist. Stillið skálarnar þannig að
hjálmurinn verði sem þægilegastur.
Umönnun
Hreinsið með mildu hreinsiefni (sápu). Ganga
verður úr skugga um að hreinsiefnið erti ekki
húðina. Heyrnarhlífarnar á geyma á þurrum og
hreinum stað, t.d. í upprunalegum umbúðum.
Ekki má dýfa hlífunum í vatn!
Viðvörun
Ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt getur það
dregið verulega úr dempunargetu hlífanna.
Í hávaðasömu umhverfi verður alltaf að nota
heyrnarhlífar til að ná fullri vernd!
Fullnægjandi
vernd fæst aðeins með stöðugri notkun.
Prófuð og vottuð samkvæmt:
– Tilskipun 89/686/EBE um persónuhlífar
– EN 352-1 (Höfuðspöng/hnakkaspöng)
– EN 352-3 (Hjálmfestingar)
– EN 352-4 (virk hlustun)
– EN 352-6 (Ytra hljóðúttak)
Notkunarleiðbeiningar
/ IS
Summary of Contents for 412D
Page 2: ......
Page 5: ...4 3 5 On...
Page 20: ...Zekler 1 2 directive 89 686 EN 352 1 EN 352 3 EN 352 4 EN 352 6 GR...
Page 21: ...3 82 dB A On Off Surround 4 263mV 3 5mm MP3 player 5 1 5 V 1 5 V AA NiMH 1000 HK3 2 2 1...
Page 36: ...Zekler 1 2 89 686 EN 352 1 EN 352 3 EN 352 4 EN 352 6 BG...
Page 37: ...3 82 dB Surround 4 263mV MP3 3 5 5 1 5 V NiMH 1 5 V 1000 HK3 2 2 1...
Page 40: ...Zekler 1 2 PPE 89 686 EEC EN 352 1 EN 352 3 EN 352 4 EN 352 6...
Page 41: ...3 82 dB A Surround 4 263mV 3 5 mm MP3 5 1 5 V AA NiMH 1 5 V AA 1000 HK3 2 2 1...
Page 42: ...Zekler 1 2 89 686 EEC EN 352 1 EN 352 3 EN 352 4 EN 352 6 UA...
Page 43: ...3 82 A Surround 4 263mV 3 5 MP3 5 AA 1 5 AA 1 5 1000 HK3 2 2 1...
Page 60: ...Zekler 1 2 89 686 EEC EN 352 1 EN 352 3 EN 352 4 EN 352 6 RU...
Page 61: ...3 82 4 263mV 3 3 5 5 1 5 1 5 1000 HK3 2 2 1...
Page 62: ......
Page 63: ......