Íslenska
Þessi gerð uppfyllir alþjóðlegar
viðmiðunarreglur um áhrif frá
útvarpsbylgjum.
Farsíminn þinn sendir frá sér og tekur á móti útvarpsbylgjum. Hann
er hannaður til að fara ekki yfir það hámark útvarpsbylgna sem
mælt er með í alþjóðlegum viðmiðunarreglum. Þessar
viðmiðunarreglur voru þróaðar af ICNIRP, sjálfstæðri
vísindastofnun, og þar er að finna öryggisatriði sem ætlað er að
vernda alla, án tillits til aldurs eða heilsufars.
Þessi sími hefur verið prófaður með tilliti til snertingar við
líkamann. Hann uppfyllir viðmiðunarreglur um útvarpsbylgjur þegar
hann er notaður með aukahlut sem inniheldur engan málm og
síminn er staðsettur að lágmarki 15 mm frá líkamanum. Notkun
annarra aukahluta uppfyllir hugsanlega ekki viðmiðunarreglur um
útvarpsbylgjur.
Þessar viðmiðunarreglur notast við mælieininguna SAR (specific
absorption rate). Hámark SAR fyrir farsíma er 2 W/kg og hæsta
SAR gildið fyrir þetta tæki þegar það var prófað upp við eyra
reyndist vera 0,78 W/kg (10g)*. Þar sem farsímar bjóða upp á fjölda
notkunarmöguleika er einnig hægt að nota þá í öðrum stellingum,
t.d. láta þá liggja upp við líkamann. Í þeim tilvikum sem síminn er
borinn upp við líkamann er hæsta SAR gildið sem mældist við
prófun 0,76 W/kg (10g)*.
SAR gildið er mælt á hæsta sendistigi tækisins. Raunverulegt
SAR gildi þessa tækis meðan á notkun stendur er að jafnaði undir
því sem gefið er upp hér að ofan. Þetta er sökum sjálfvirkra
breytinga á orkustigi tækisins sem tryggja að það noti einungis
lágmarksstyrk til að tengjast við símkerfið.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út þá
yfirlýsingu að samkvæmt tiltækum vísindaupplýsingum þá bendi
ekkert til þess að þörf sé á sérstökum varúðarráðstöfunum við
notkun farsímatækja. Stofnunin ráðleggur þeim sem vilja draga úr
mögulegum áhrifum útvarpsbylgna að takmarka lengd símatala
14
This is an Internet version of this publication. © Print only for private use.
Summary of Contents for EXPERIA Mini ST15i
Page 28: ...www sonyericsson com Sony Ericsson Mobile Communications AB SE 221 88 Lund Sweden 1245 4052 2 ...
Page 42: ...www sonyericsson com Sony Ericsson Mobile Communications AB SE 221 88 Lund Sweden 1245 4048 1 ...
Page 56: ...www sonyericsson com Sony Ericsson Mobile Communications AB SE 221 88 Lund Sweden 1245 4061 1 ...
Page 84: ...www sonyericsson com Sony Ericsson Mobile Communications AB SE 221 88 Lund Sweden 1245 4055 2 ...
Page 117: ...www sonyericsson com Sony Ericsson Mobile Communications AB SE 221 88 Lund Sweden 1245 4058 1 ...