89
89
DE
EN
FR
BG
CZ
DA
EE
ES
FI
GR
HR
HU
IS
Leiðarvísir fyrir Petromax-gashelluborðið
Kærar þakkir fyrir að velja Petromax-gashelluborðið. Við erum sannfærð um að þú munir
eiga margar ánægjustundir við helluborðið og njóta þeirrar miklu fjölbreytni sem fylgir
því að elda úti.
Notið tæki aðeins úti. Lesið leiðarvísinn vandlega áður en tækið er tekið í notkun.
Öryggisábendingar
Við gaslykt:
1. Alls ekki taka gashelluborðið í notkun.
2. Lokið fyrir gasstreymi til tækisins.
3. Slökkvið logandi eld ef einhver er.
4. Ef lyktin finnst áfram, haldið þá fjarlægð frá gashelluborðinu og látið slökkviliðið og
seljanda gaskútanna strax vita.
Annars getur eldsvoði eða sprenging hlotist af
með tilheyrandi munatjóni eða alvarlegum meiðslum, jafnvel dauða.
ge45-s
ge90-s
Efnisyfirlit
Inngangur og mikilvægar ábendingar
89
Vörulýsing
89
Öryggisábendingar og viðvaranir
90
Viðeigandi lönd, tengiskilyrði og afltölur
91
Innihald pakkans og tæknilýsing
91-92
Samsetning og fyrsta notkun
92
Leiðbeiningar fyrir gastengið - LP-gas
92-93
Athugun fyrir fyrstu notkun og endurteknar athuganir
93
Áður en gashelluborðið er notað
93-94
Hreinsun og umhirða
94
Viðhald og geymsla
94
Ábyrgð og þjónusta
95
Bilanagreining
95
Inngangur og mikilvægar ábendingar
Í þessum leiðarvísi eru mikilvægar upplýsingar um samsetningu, fyrstu notkun og örugga
notkun Petromax-gashelluborðsins. Lesið þennan leiðarvísi vandlega áður en gashelluborðið
er sett saman og notað. Athugið öryggisábendingarnar sérstaklega. Varðveitið leiðarvísinn
vel þannig að hann sé ávallt tiltækur þegar Petromax gashelluborðið er notað. Þegar gas-
helluborðið er falið öðrum á ávallt að láta leiðarvísinn fylgja.
Vörulýsing
Petromax gashelluborðið er ákjósanleg eldunaraðstaða utandyra. Gasbrennarinn hefur
nóg afl til að elda og steikja jafnvel í stórum eldföstum pottum og -pönnum við opinn
loga. Stórt vindskjól ver gaslogann og skermar eldunarsvæðið af. Það gefur möguleika á
orkusparandi eldamennsku úti undir berum himni. Vegna þess hversu einfalt er að nota
LP-gas verður matreiðslan hreinleg og skipuleg og laus við reyk eða neistaflug eða rykugar,
brenndar leifar. Vegna þess að gasbrennarinn er falinn er helluborðið þægilega hljóðlátt
meðan það er í notkun. Gashelluborðið hefur 80 kg burðarþol með einum brennara og
100 kg með tveim og því eru eldþolnir pottar og pönnur úr steypujárni ávallt stöðugir á
helluborðinu og í þægilegri vinnuhæð (87 cm). Petromax gashelluborðið er færanlegt og
má því stilla því upp og taka í notkun á fljótlegan hátt í garðinum, á svölunum eða í útilegu.
Hugtök og tákn sem notuð eru
Fylgið skilyrðislaust eftirfarandi öryggisábendingum við notkun Petromax gashelluborðsins.
Sé það ekki gert getur alvarlegt munatjón og meiðsli hlotist af. Öryggisábendingarnar
skiptast í nokkra flokka. Sú flokkun segir ekkert til um mikilvægi ábendinganna. Flokkarnir
eru allir jafnmikilvægir og ber að fara eftir öllum ábendingunum.
Þetta tákn þýðir ástand sem getur leitt til heilsutjóns eða skemmda á tækinu.
FARIÐ SKILYRÐISLAUST EFTIR ÞESSUM ÁBENDINGUM!