Íslensk
a
9
Matvinnsluvélin undirbúin fyrir notkun
2. Látið diskinn falla yfir málmpinnann
á stönginni þannig að hliðin með
blaðinu snúi upp. Ofan á diskinum
er hnúður og raufar neðan á til að
auðveldara sé að stilla hann af. Snúið
svo diskinum þar til hann læsist alveg
ofan á pinnann.
Samsetning lítillar skálar
1. Setjið litlu skálina innan í
vinnsluskálina, yfir snúningsásinn.
Snúið litlu skálinni þar til hún fellur í
skorður. Þegar litla skálin er rétt fest
er ekki hægt að hreyfa hana innan í
vinnsluskálinni.
2. Látið litla blaðið á stöngina. Það getur
þurft að snúa blaðinu þar til það fellur
í réttar skorður. Á sama hátt má setja
litlu skálina innan í kokkaskálina.
3. Til að fjarlægja litlu skálina eftir vinnslu
skal lyfta henni með því að nota gripin
tvö sem eru við brún skálarinnar.
Samsetning kokkaskálar (5KFPM776)
Setjið kokkaskálina innan í vinnsluskálina,
yfir snúningsásinn. Snúið kokkaskálinni þar
til hún fellur í skorður. Þegar kokkaskálin er
rétt fest er ekki hægt að hreyfa hana innan
í vinnsluskálinni. Kokkaskálina er aðeins
hægt að nota með sneið- og rifdiskunum –
ekki er hægt að nota fjölnota blaðið. Til að
fjarlægja kokkaskálina eftir vinnslu skal lyfta
henni með því að nota gripin tvö sem eru
við brún skálarinnar.
On
Off
Pulse
On
Off
Pulse
Hætta á skurðsárum.
Meðhöndlið blöðin af varúð.
Sé það ekki gert er hætta á að geta
skorið sig.
VARÚÐ
Framhald á næstu síðu
On
On
Off
Off
Pulse
Pulse
On
Off
Pulse