ISL
- 177 -
6.13. Kvarnað og miðjuborun
Með þessari súluborvél er hægt að kvarna og
miðjubora. Vinsamlegast athugið að þegar að
kvarnað er ætti að nota lægsta snúningshraða á
meðan að hár snúningshraði ætti að vera notaður
við miðjuborun.
6.14 Unnið með við
Athugið að þegar að unnið er með við ætti ávallt
að notast við viðgeigandi ryksugun þar sem að
viðarryk getur í sumum tilvikum verið skaðlegt
heilsu. Þegar að ryk myndast við vinnu ætti einnig
ávallt að nota rykgrímur.
7. Skipt um rafmagnsleiðslu
Ef að rafmagnsleiðsla þessa tækis er skemmd,
verður að láta framleiðanda, viðurkenndan þjó-
nustuaðila eða annan fagaðila skipta um hana til
þess að koma í veg fyrir tjón.
8. Hreinsun, umhirða og pöntun
varahluta
Varúð!
Fyrir hverskonar stillingar, þegar að tækið er gert
klárt til notkunar eða því haldið við verður að taka
það úr sambandi við straum.
8.1 Hreinsun
•
Súluborvélin er að flestu leiti laus við um-
hirðuvinnu. Haldið tækinu hreinu. Takið tækið
ávallt úr sambandið við straum áður en að
hirt er um það og áður en að það er þrifið.
Notið ekki sterka hreinsilegi til að þrífa tækið.
Gangið úr skugga um að vökvar komist ekki
inn í tækið. Smyrjið bera málmhluti tækisins
aftur eftir notkun þess. Sérstaklega reglulega
ætti að smyrja borvélasúluna, bera málmhluti
standfót og borvélaborð. Til að smyrja tækið
ætti að notast við venjulega sýrulausa smur-
fitu.
Varúð: Fargið ekki klútum með olíu, fitu,- eða
olíurestum í venjulegt heimilissorp. Fargið því
á réttan og umhverfisvænan hátt. Yfirfarið og
hreinsið reglulega loftop tækisins. Geymið
tækið í þurru rými. Ef að þetta tæki skemmist
á einhvern hátt ættir þú ekki að reina að gera
við það sjálfur. Látið fagaðila um að gera við
þetta tæki.
•
Við mælum með því að tækið sé hreinsað eftir
hverja notkun.
•
Hreinsið tækið reglulega með rökum klút og
örlítilli sápu. Notið ekki hreinsilegi eða ætandi
efni; þeir geta skemmt plast,- og gerviefni
þessa tækis. Gangið úr skugga um að það
komist ekki vatn inn í tækið.
8.2 Umhirða
Inni í tækinu eru engir aðrir hlutir sem hirða þarf
um.
8.2.1 Skipt um drifreim (myndir 26-28)
Hægt er að skipta um drifreim súluborvélarinnar
ef að hún er uppnotuð. Farið eftir eftirfarandi leið-
beiningum:
•
Látið tækið ganga án álgas og snúið stillihald-
fangi snúningshraða (15) varlega þar til að
lágmarks snúningshraða hefur verið náð (sjá
lið 7.5).
•
Slökkvið á tækinu og takið það úr sambandi
við straum.
•
Snúið stillihaldfangi snúningshraða (15) á
hámarks snúningshraða, við það slaknar á
drifreiminni.
•
Losið skrúfuna (16) til þess að komst að rei-
marhlífinni (7).
•
Snúið drifreiminni (39) varlega af drifskífunni
(38) með því að toga hana á öðrum endanum
af drifskífunni (38) á meðan að skífunni er
snúið varlega. Drifskífan (38) er úr tveimur
hlutum sem þrýst er saman af fjöður. Ef að
drifreimin (39) hefur ekki nægjanlega mikið
svigrúm til að ná henni af, þrýstið þá neðri hlu-
ta drifskífunnar (38) aðeins niður á við til þess
að slaka aðeins meira á drifreiminni (39).
•
Leggið nýju drifreimina (39) utan yfir boröx-
ulskífuna (40). Þræðið hana inn í stýringuna á
drifskífunni (38) og snúið svo drifreiminni (39)
þannig að hún smelli inn á milli beggja skífan-
na á drifskífunni (38).
•
Lokið aftur reimarhlífinni og læsið henni með
festiskrúfunni (16).
8.3 Pöntun varahluta:
Þegar að varahlutir eru pantaðir ættu eftirfarandi
atriði að vera tilgreind;
•
Gerð tækis
•
Gerðarnúmer tækis
•
Tækisnúmer
•
Varahlutanúmer þess varahlutar sem panta á
Verð og upplýsingar eru að
fi
nna undir
www.isc-gmbh.info
Anl_H_SB_801_E_SPK7.indb 177
Anl_H_SB_801_E_SPK7.indb 177
07.09.12 08:32
07.09.12 08:32
Summary of Contents for H-SB 801 E
Page 18: ...DEU 18 Anl_H_SB_801_E_SPK7 indb 18 Anl_H_SB_801_E_SPK7 indb 18 07 09 12 08 31 07 09 12 08 31 ...
Page 238: ... 238 Anl_H_SB_801_E_SPK7 indb 238 Anl_H_SB_801_E_SPK7 indb 238 07 09 12 08 32 07 09 12 08 32 ...
Page 239: ... 239 Anl_H_SB_801_E_SPK7 indb 239 Anl_H_SB_801_E_SPK7 indb 239 07 09 12 08 32 07 09 12 08 32 ...