
90
91
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
ÞRIF
Aftengdu tækið frá orkugjafa. 1. Hreinsaðu ofnrýmið eftir notkun með eilítið rökum
klúti.
2. Hreinsaðu allan aukabúnað á hefðbundin hátt með uppþvottalegi.
3. Þrífðu varlega hurð, þéttingar og nálæga hluti með rökum klút þegar óhreinindi
myndast þar.
4. Ekki nota hrjúf hreinsiefni eða hvassar stálsköfur til að þrífa glerhurðina því slíkt
getur rispað yfirborðið sem getur leitt til þess að glerið splundrast.
5. Ábendingar til að hreinsa ofnrýmið: Settu hálfa sítrónu í skál og fylltu með 300 ml
af vatni. Hitaðu í ofninum með 100% styrk í 10 mínútur. Þurrkaðu ofninn með mjúkum
og þurrum klút.
AÐVÖRUN UM ÁHÖLD
Sjá leiðbeiningar í „Efni sem má nota í örbylgjuofni“ og „Efni sem ekki má nota í
örbylgjuofni“. Til eru viss áhöld sem ekki eru úr málmi og eru ekki örugg til notkunar í
örbylgjuofni. Ef þú ert í vafa geturðu prófað áhaldið á eftirfarandi hátt:
Áhaldaprófun
1. Fylltu örbylgjuhæft ílát með 1 bolla af köldu vatni (250 ml) ásamt viðkomandi áhaldi
þar í.
2. Hitaðu á hámarkshita í 1 mínútu.
3. Snertu gætilega áhaldið. Ef tómt áhaldið er heitt skaltu forðast notkun þess í
örbylgjuofninum.
4. Ekki hita umfram 1 mínútu.
HÆTTA Á LÍKAMSTJÓNI
Það er hættulegt öllum öðrum en fagaðilum að þjónusta eða gera við tækið ef slíkt
felur í sér að fjarlægja hlíf sem gefur vernd gagnvart örbylgjuorku.