47
CIM3703X
IS
ÞRIF OG VIÐHALD ÍSVÉLARINNAR
Mælt er með því að þrífa ísvélina vandlega áður en hún er notuð í fyrsta skiptið .
1 . Fjarlægið ísílátið .
2 . Þrífið að innan með útþynntu hreinsiefni, volgu vatni og mjúkum klút .
3 . Þrífið hlutana að innan með vatni (þegar það er búið er einingin tæmd af vatni með því
að taka tappann úr frárennslisopinu á framanverðum botni einingarinnar) .
4 . Þrífið ísvélina reglulega að utan með mildu hreinsiefni og volgu vatni .
5 . Þurrkið að innan og utan með hreinum og mjúkum klút .
6 . Tæmið út allt vatn og látið eininguna þorna að innan áður en hún er geymd til lengri
tíma .
AÐ TENGJA ÍSVÉLINA
*Ef rafmagnssnúran er notuð vitlaust er hætta á raflosti. Hafið samband við
söluaðila ef rafmagnssnúran er skemmd.
1 . Gakktu úr skugga um að einingin sé jarðtengd á réttan hátt . Rafmagnsklóin á
rafmagnssnúru einingarinnar er jarðtengd og passar í jarðtengda vegginnstungu (til
þess að halda hættu á raflosti í lágmarki) .
2 . Tengið eininguna eingöngu við innstungu sem er rétt uppsett og jarðtengd . Hafið
samband við viðurkenndan rafvirkja ef einhverjar spurningar vakna varðandi
rafmagns- eða jarðtengingu .
3 . Eininguna skal tengja við jarðtengda vegginnstungu (220 V, 50 Hz) .
HÆTTA!