
eftir matarinnkaup, stingum við upp á að
þú virkir FastCool-aðgerðina til að kæla
vörurnar hraðar og til að hindra að
maturinn sem fyrir er í kælinum hitni.
Til að virkja þessa aðgerð skaltu ýta
endurtekið á hitastigstakkann, þar til
ljósdíóðuvísirinn (LED) við hlið FastCool
táknmyndarinnar kviknar. Ljósdíóðan
sem sam2 °C kviknar líka. Viftan
fer sjálfkrafa í gang á meðan FastCool-
aðgerðin er í gangi.
Þessi aðgerð stöðvast
sjálfkrafa eftir 6
klukkustundir. Þegar
aðgerðin er afvirkjuð er fyrri
stilling hitastigs endurreist.
Þú getur afvirkjað þessa
aðgerð hvenær sem er með
því að ýta á hitastigstakkann
og velja nýja stillingu
hitastigs.
4.7 Aðvörun fyrir opna hurð
Ef hurðin á kæliskápnum hefur verið
skilin eftir opin í um það bil 5 mínútur fer
viðvörun fyrir opna hurð í gang.
Ljósdíóðuvísirinn fyrir núverandi stillt
hitastig blikkar.
Hægt er að afvirkja þessa viðvörun með
því að loka hurðinni eða með því að ýta á
hitastigstakkann.
5. DAGLEG NOTKUN
VARÚÐ!
Þetta kælitæki er ekki ætlað
til þess að frysta matvæli.
5.1 Hurðarhillurnar staðsettar
Hurðin á þessu heimilistæki er búin
rennum sem gera mögulegt að raða
hillum/hólfum í samræmi við
persónulegan smekk.
Til að endurstaðsetja hillur/hólf:
1. Lyftu hillunni/hólfinu smám saman í
áttina sem örvarnar sýna þar til
hún/það losnar.
2. Staðsettu hilluna/hólfið í þeirri stöðu
sem þú vilt og komdu henni/því
varlega fyrir í rennunni.
1
1
2
5.2 Færanlegar hillur
Hliðar kæliskápsins eru búnar röðum af
hillustoðum þannig að hægt sé að
staðsetja hillurnar eftir þörfum.
Færið ekki glerhilluna fyrir
ofan grænmetisskúffuna, til
að tryggja rétt loftstreymi.
5.3 Glerhillur fjarlægðar
Þetta heimilistæki er búið glerhillum sem
aðskilja skúffurnar.
Til að fjarlægja glerhillu:
1. Fjarlægðu aðliggjandi skúffur (sjá
„Skúffur fjarlægðar"“).
2. Dragðu læsingarpinna úr hillunum
báðu megin (1).
3. Dragðu glerhilluna út (2).
ÍSLENSKA
27