33
IS
ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
Fylgja þarf eftirfarandi leiðbeiningum til að koma í veg fyrir tjón á notendum, öðru fólki og eignum. Sé tækið notað á rangan hátt án tillits til
leiðbeininga getur það valdið tjóni á því.
Alvarleg hætta á tjóni er sýnd á eftirfarandi hátt.
Þetta tákn gefur til kynna hættu á dauðaslysi eða alvarlegum líkamsáverkum.
Þetta tákn gefur til kynna hættu á líkamsáverkum eða tjóni á eignum.
VIÐVÖRUN!
VARKÁRNI!
VIÐVÖRUN!
1.
Viðvörun! Hyljið ekki kynditækið (hætta á ofhitnun).
2.
Hafi rafmagnsleiðslan skemmst skal skipt um hana af framleiðanda, tæknimanni eða
öðrum til þess bærum einstaklingum (skemmd rafmagnsleiðsla er hættuleg).
3.
Börn frá 8 ára aldri og fólk með skerta líkamlega getu, skerta heyrn/sjón, skerta
andlega getu eða án reynslu mega því aðeins nota tækið að það sé gert undir eftirliti eða
þeim sé leiðbeint um örugga notkun tækisins og að viðkomandi átti sig á öllum hættum sem
fylgja notkuninni. Leyfið ekki börnum að leika sér með eininguna. Börn mega ekki hreinsa
eða sinna viðhaldi á tækinu án eftirlits.
4.
Kynditækið má ekki staðsetja beint undir innstungu.
5.
Notið ekki tækið nálægt baðkari, sturtu eða sundlaug.
6.
Gangið úr skugga um að börn 3 ára eða yngri séu ekki eftirlitslaus nálægt ofninum.
Börn á aldrinum 3 til 8 ára mega aðeins kveikja eða slökkva á þessu tæki, að því tilskildu
að það hafi verið staðsett eða sett upp í fyrirhugaða venjulega notkunarstöðu og að því
tilskildu að þau séu undir eftirliti eða hefur verið leiðbeint um hvernig nota eigi tækið á
öruggan hátt og skilja alla áhættu. Börn á aldrinum 3 til 8 ára mega ekki stinga í samband,
nota eða þrífa tækið eða framkvæma nokkurt viðhald á því.
7. VARKÁRNI! Ákveðnir hlutar vörunnar geta orðið mjög heitir og valdið
bruna. Veitið sérstaka athygli þegar að börn eða veikir einstaklingar eru
í grennd við tækið.
8. Þetta kynditæki er fyllt með nákvæmu magni af sérstakri olíu. Viðgerðir sem krefjast
þess að olíuílátið sé opnað skulu aðeins framkvæmast af framleiðanda eða þjónustuaðila
framleiðandans. Þá skal jafnframt hafa samband í tilfelli olíuleka. Fylgið leiðbeiningum sem
gilda varðandi förgun spilliefna þegar farga skal tækinu.
VARKÁRNI!