
34
AIR
• Ekki nota viftuna ef hún hefur dottið í gólf eða skemmst á einhvern hátt. Láttu
löggiltan rafvirkja skoða viftuna og gera við rafmagnstengingar hennar eða
vélræna hluti.
• Slökktu á viftunni með því að stilla rofann á OFF og taktu hana svo úr
sambandi við rafmagn. Togaðu aðeins í klóna sjálfa. Slökktu ekki á viftunni
með því að taka rafmagnsleiðsluna úr sambandi.
• Settu ekkert ofan á rafmagnsleiðsluna og gættu þess að brjóta ekki upp á
hana.
• Ekki ætti að nota framlengingarsnúrur. Þær geta ofhitnað og valdið
brunahættu. Ekki nota sömu framlengingarsnúru fyrir mörg tæki.
• Ekki dýfa rafmagnsleiðslunni, klónni eða öðrum hlutum viftunnar ofan í vatn
eða aðra vökva.
• Komdu ekki við klóna með rökum höndum.
• Komdu ekki viftunni fyrir á eða nálægt hitagjöfum.
• Leggðu ekki rafmagnsleiðsluna undir teppi eða mottur. Ekki hylja
rafmagnsleiðsluna með teppum, mottum eða áþekku efni. Settu
rafmagnsleiðsluna upp í öruggri fjarlægð frá stöðum þar sem umferð er
mikil, hún gæti óvart kippst úr sambandi.
• Settu viftuna ekki upp undir rafmagnsinnstungu.
• Ekki nota viftuna utanhúss.
• Ekki láta viftuna standa á mjúku undirlagi, til dæmis í rúmum þar sem lokast
getur fyrir loft að viftunni. Láttu viftuna alltaf standa á stöðugum, sléttum og
láréttum fleti við notkun sem hún velti ekki. Komdu rafmagnsleiðslunni þannig
fyrir að hvorki viftan né annað standi á henni.
• Taktu rafmagnsleiðsluna alltaf úr sambandi þegar viftan er ekki í notkun.
• Komdu í veg fyrir slys á fólki með því að slökkva á viftunni áður en hún er
skilin eftir án eftirlits.
• Slökktu tafarlaust á viftunni en vart verður við truflanir (óeðlileg hljóð
eða skrýtna lykt). Reyndu ekki að gera við viftuna, farðu með hana á
viðgerðarverkstæði.
IS