52
AÐ NOTA LOFTHREINSITÆKIÐ
Valmynd
RAFMAGNSROFI:
Þrýstu á rofann til að kveikja á tækinu. Þrýstu aftur á rofann til að slökkva á tækinu.
TÍMASTILLIR, ENDURSTILLING SÍU, KVÖRÐUN SKYNJARA:
Þrýstu á hnappinn til að stilla tímastilli lofthreinsitækisins á ætlaðan gangtíma (mörk stillingar: 1–12
klukkustundir). Þegar tíminn er liðinn slekkur lofthreinsitækið á sér. Þrýstu á tímahnappinn (skjárinn sýnir
H). Eftir 5-8 sekúndur birtist PM2.5 (litlar öreindir) á skjánum.
C-ÚTFJÓLUBLÁR HNAPPUR:
Þrýstu einu sinni á hnappinn til að kveikja á útfjólubláa ljósinu. Þrýstu aftur á hnappinn til að slökkva
á ljósinu.
HVÍLDARSTAÐA:
Þrýstu einu sinni á hnappinn til að virkja hvíldarstöðuna (gátljósið slökknar og snúningshraðinn minnkar
sjálfkrafa). Þrýstu á biðstöðuhnappinn eða hvaða hnapp sem er til að virkja tækið úr biðstöðu.
Ath!
Allar aðgerðir (nema hvíldarstaða og tímastillir) eru vistaðar í minni sé slökkt á tækinu og það tekið
úr sambandi við rafmagn. Þegar tækið er ræst á ný eru þessar stillingar gildandi.
SNÚNINGSHRAÐI/SJÁLFVIRKT:
Í boði eru fjögur mismunandi stig snúningshraða. Þrýstu á takkann og veldu stillingu: L(I), M(II), H(III) eða
Túrbó. Þrýstu fimm sinnum á hnappinn til setja tækið í sjálfvirka stöðu.
Í sjálfvirkri stöðu: Þrýstu einu sinni á hnappinn til að slökkva á tækinu.
ENDURSTILLING SÍU
TÚRBÓ
SJÁLFVIRKT
IS