Mikilvæg atriði fyrir uppsetningu
1. Fylgdu þessari handbók við uppsetningu á klefanum. Ef þú fylgir ekki handbókinni getur
það haft áhrif á virkni, ábyrgð og öryggi klefans.
2. Þegar þú hefur opnað pappakassana skaltu athuga hvort allir hlutar séu til staðar og rétt númer sé á hverjum hluta. Gættu að því að henda
ekki pappakössunum fyrr en þú hefur lokið við uppsetningu á klefanum því litlir hlutir eins og listar eða skrúfur kunna að hafa orðið eftir í
pappakössunum.
3. Glerið í sturtuklefanum getur brotnað. Því skaltu aldrei setja hurðar eða glerþil beint á baðgólfið því glerið mun sundrast í 1000 hluta. Einkum
eru hornin mjög viðkvæm. Skildu hornahlífarnar eftir á þangað til þú ert tilbúinn fyrir uppsetninguna. Notaðu pappakassa eða handklæði til að
verja glerið fyrir áföllum við uppsetninguna. Þú mátt ekki bora göt eða skera í glerið því það mun sundra glerinu. Þegar glerhillan er sett upp skal
ekki herða skrúfurnar á bakglerinu of mikið. Glerið er temprað öryggisgler EN 12150-2
4
.
Sturtuklefann má aðeins setja upp í blautrýmum með ræsi í gólfinu. Vatnsskemmdir vegna uppsetningar á sturtuklefanum í öðrum rýmum falla
ekki undir ábyrgðina og eru á þína eigin ábyrgð. Fylgdu gildandi innlendum reglum við tengingu á vatni á baðherberginu. Mundu að setja
sturtubotninn á jafnt yfirboð annars mun snúningshurðin ekki lokast með réttum hætti.
Uppsetning
5. Forðastu við uppsetninguna að rispa botninn og þilin með beittum hlutum eins og verkfærum eða skrúfum. Ekki setja verkfæri á sturtubotninn
við uppsetningu á klefanum. Ef þú stígur á skrúfur eða verkfæri að þá myndast holur á sturtubotninum. Verðu þilin með handklæðum eða
pappakössum við uppsetningu þeirra á gólfinu.
6. Sturtubotninn þarf að vera settur upp þannig að minnsta kosti 50 sm bil sé til hliðar og fyrir framan sturtuklefann. Þá er hægt að taka hann
út við þrif og viðgerðir. Ef ekki er mögulegt að færa klefann óhindrað kann að vera að framleiðandinn neiti að framkvæma viðgerðir á
ábyrgðartímanum.
7. Við mælum með því að setja loka bæði á heita- og kaldavatnsleiðslur þannig að skrúfa megi fyrir vatnið við viðgerðir eða færslu á
sturtuklefanum.
8. Sturtuklefinn virkar best ef sami þrýstingur er á heita og kalda vatninu. Blöndunartækin eru með tvo loka í eina átt til þess að vinna gegn því
að kalda vatnið ýti heita vatninu aftur inn í leiðsluna. Sturtuklefinn virkar eins og honum er ætlað ef að hámarki 5 bara þrýstingur er á vatninu,
hávaði getur myndast ef vatnsþrýstingurinn er hærri en 3 bör.
9. Til þess að spara vatn og stjórna vatnsrennslinu í gegnum blöndunartæki sturtuklefans, hand-/höfuðsturtuhaus og túður, skal tengja
vatnsflæðisstillana. Með því að tengja þá sparar þú mikla peninga til langs tíma litið. Sjá töflu (
16c
) appelsínugulur 12 l/mín., grár 9,5 l/mín. og
grænn 7,6 l/mín. Ef þú ert ekki viss um hversu mikill þrýstingur er á vatninu skaltu byrja með því að tengja appelsínugula 12 l/mín. bæði við bæði
heita- og kaldavatnsleiðslurnar hjá einsáttarlokanum. Engar sveigjanlegar slöngur fylgja með klefanum og þarf að kaupa þær sérstaklega.
10. Við mælum með því að setja vatns- og eða kalksíu á vatnsinntakið. Það lengir líftíma blöndunartækjanna, sturtuhaussins, túðanna og
handsturtuhaussins. Vatn inniheldur kalk og steinefni sem munu safnast upp í blöndunartækjunum, sturtuhausnum og handsturtuhausnum.
Ef þú gerir það ekki skaltu hreinsa kalkmyndanir reglulega, kalkið og steinefnin skemma útlit sturtuklefans og virkni, hand-, og aðalsturtuhausinn
geta skemmst. (Fellur ekki undir ábyrgðina)
Þrif og viðhald
11. Til þess að hreinsa kalk úr aðal- og handsturtuhausunum þarf að taka þá í sundur og þrífa þá að utan og innan með kalkhreinsi. Endurtaktu
þrifin reglulega til þess að koma í veg fyrir að kalk og steinefni eyðileggi vöruna. Kalkhreinsa ætti sturtuklefann með því að væta klút með
kalkhreinsi. Notaðu aldrei harðan svamp því hann rispar þilin. Ekki nota sterk kemísk efni á satínþilin og klæðninguna því það getur litað og sett
mark sitt á yfirborðið. Athugaðu merkingar á vörunum áður en efni eru borin á.
12. Hægt er að þrífa ræsið inni í sturtuklefanum ef það stíflast af hárum. Fjarlægðu satínhlífina og fjarlægðu hár og óhreinindi.
13. Notaðu ekki hreinsiefni sem innihalda leysa eins og aseton, hörð kemísk efni eða ammóníak til þess að forðast skemmdir á yfirborðinu inni í
klefanum og að Nano auðþrífanlega yfirborðið hverfi. Notaðu ekki hrjúfa svampa eða sverfandi vörur á sturtuklefann því þær munu rispa klefann
og vöruna. Þrífa skal sturtuklefann með heitu sápuvatni og þurrka hann með mjúkum klút.
14. Blautsanda má litlar rispur á yfirborðið sturtubotnsins með varlegum hætti. Notaðu aðeins # 2000-sandpappír. Síðan skal bera tannkrem á
rispuna og fægja með mjúkum klút. Notaðu bílabón til þess að fá gjáa aftur á yfirborðið.
Notkun vörunnar
15. Skrúfaðu frá kalda og heita vatninu og stilltu á þægilegan baðhita áður en þú ferð inn í sturtuna.
16. Börn og einstaklingar, sem geta ekki einir farið í sturtu, ættu ekki að nota sturtuklefann án eftirlits.
17. Loftaðu baðherbergið eftir sturtuferðina. Ef þú loftar ekki getur sturtuklefinn byrjað að lykta illa og mygla og sveppir farið að vaxa.
18. Reyktu aldrei eða hafðu opinn eld inni í sturtuklefanum. Notaðu aldrei hárþurrku inni í sturtuklefanum því það getur skapað gríðarlega hættu
þegar vatn er annars vegar. Helltu aldrei sjóðandi vatni í kerið því það mun afmyndast komist það í snertingu við hluti eða vökva sem eru heitari
en 70 ° C. Ekki lita á þér hárið í klefanum því sturtubotninn mun drekka í sig litinn og aflitast.
19
.
Ef spurningar vakna um vöruna eða notkun hennar máttu gjarnan hafa samband við okkur í tölvupósti.
MIKILVÆGT
Summary of Contents for Granvik
Page 13: ...1 2 3 min 50 cm min 50 cm...
Page 14: ...4 5 a b a 7 10 10 7 10 7 7 10 7 10 7 10 7 7 10 7 10 b 7...
Page 15: ...6 7...
Page 16: ...8 20 8x 21 4x 34 4x a b T e m p e r e d g l a s s E N 1 2 1 5 0 5 8...
Page 17: ...9 10 17 8x 17 8x a b c d Tempe red glass EN121 50...
Page 19: ...12 24 35 24 a b 35 26 max 34 cm c 24 Tempe red glass EN121 50...
Page 20: ...13 14 19 6x 18 a b a b 16 3 mm 21 4x 23 4x...
Page 21: ...g a b c d 33 2x 29 4x 29 4x 30 4x 30 4x 15 e f g...
Page 22: ...16 a b c d 17 a b 32 2x 31 2x Tempe red glass EN121 50 Tempe red glass EN121 50 37 OIL...
Page 23: ...18 Tempe red glass EN121 50...
Page 24: ...19 SILIKONE a b c...