6.2. Vélin sett upp á vinnustað (myndir 1 og 2)
Áður en borvélin er tekin í notkun skal koma henni
tryggilega fyrir á stöðugu vinnuborði. Notið til þess
bæði festigötin (12) á fætinum. Gætið þess að engin
hindrun sé á aðgengi fyrir notkun, stillingar og viðhald
á vélinni.
Ábending: Ekki má herða festiskrúfurnar það mikið að
það valdi spennu í borðplötunni, því ef álagið verður
of mikið getur hún brotnað.
6.3. Hlíf sem hægt er að lyfta upp (mynd 4)
Fjarlægið skrúfurnar þrjár (21). Rennið hlífinni (23) inn
í raufina á rauða rammanum (24) og festið aftur með
skrúfunum (21). Hægt er að stilla hæð hlífarinnar (23)
stiglaust og festa hana í tiltekinni stöðu með
vængjaskrúfunum tveimur (22).
Hægt er að lyfta hlífinni (13) upp þegar skipta þarf um
bor, en verður þá að gæta þess að setja hana aftur
niður áður en kveikt er á vélinni.
6.4. Aðgætið áður en vélin er tekin í notkun
Gætið þess að spennan sem gefin er upp á
merkispjaldi tækisins sé sú sama og í rafkerfinu á
staðnum. Setjið vélina aðeins í samband við
innstungur með viðeigandi jarðtengingu. Borvélin er
búin undirspennulosaldi sem eykur öryggi með því að
koma í veg fyrir að vélin fari aftur í gang af sjálfu sér
eftir spennufall. Í þessum tilvikum þarf notandinn
sjálfur að kveikja aftur á vélinni.
7.0. Vinnsla
Klæðist viðeigandi, aðskornum
hlífðarfatnaði þegar unnið er með
standborvélina.
Notið alltaf hlífðargleraugu!
Setjið alltaf hárnet (eða húfu) yfir sítt
hár!
7.1. Almennar upplýsingar (mynd 2)
Stutt er á græna rofann „I“ (18) til að setja vélina í
gang. Slökkt er á vélinni með því að styðja á rauða
hnappinn „O“ (19). Gætið þess að álagið á vélina
verði ekki of mikið. Ef minna heyrist í mótornum þegar
vélin er í gangi þýðir það að hann sé undir of miklu
álagi. Álagið á vélina má ekki verða það mikið að
mótorinn stöðvist.
Vélin er hönnuð fyrir notkun í skamma stund í einu
(S2, 15 mín.). Það þýðir að ekki má láta hana ganga
lengur en í 15 mínútur undir fullu álagi, en eftir það
verður að slökkva á henni og bíða þar til mótorvafið
hefur kólnað niður að herbergishita. Með þessu móti
er komið í veg fyrir að mótorinn ofhitni.
7.2. Verkfæri sett í (mynd 1)
Gætið þess að taka vélina alltaf úr sambandi við
rafmagn áður en skipt er um verkfæri í henni.
Borpatrónan (10) er eingöngu ætluð fyrir
sívalningslaga verkfæri með skaftþvermáli innan
tilgreindra marka. Verkfærin verða að vera beitt og í
fullkomnu lagi. Ekki má nota verkfæri sem eru með
skemmdu skafti eða eru að öðru leyti skemmd eða
aflöguð. Notið eingöngu fylgihluti og aukabúnað sem
getið er í þessum notkunarleiðbeiningum eða
framleiðandi leyfir til notkunar.
7.3. Meðhöndlun borpatrónunnar (mynd 1)
Borpatróna (10) fylgir með standborvélinni. Til þess
að setja bor í þarf fyrst að setja hlífina (13) upp. Því
næst er borinn settur í og borpatrónan hert með
meðfylgjandi patrónulykli.
Takið patrónulykilinn aftur úr. Gangið úr skugga um
að borinn hafi verið festur tryggilega í patrónuna.
Athugið!
Ekki skilja lykilinn eftir í patrónunni.
Patrónulykillinn getur kastast úr og valdið slysum.
7.4. Stilling snúningshraða (myndir 1, 6 og 7)
Byrjið á því að slökkva á vélinni og takið hana svo úr
sambandi við rafmagn.
Hægt er að stilla snúningshraða spindilsins með því
að færa kílreimina til. Gerið eftirfarandi:
쎲
Losið um skrúfu (16) til að geta opnað
kílreimarhlífina (7).
쎲
Losið um spenniskrúfurnar (15) og færið
mótorinn (8) að vélarhausnum.
쎲
Færið kílreimina í þá stöðu sem óskað er eftir.
쎲
Upplýsingar um samsvarandi snúningshraða er
að finna í töflunni í 7.10.
쎲
Strekkið á kílreiminni með því að færa
mótorinn (8) frá vélarhausnum (6). Herðið
spenniskrúfurnar (16) aftur. Strekkt hefur verið á
kílreiminni með réttum hætti ef hægt er að þrýsta
henni inn um sem nemur u.þ.b. 1 cm í miðjunni.
쎲
Setjið kílreimarhlífina niður og herðið með
skrúfu (16). Borvélin er búin öryggisrofa sem gerir
að verkum að ekki er hægt að setja vélina í gang
nema að kílreimarhlífinni (7) hafi verið lokað með
réttum hætti.
Athugið!
Látið borvélina aldrei ganga með
kílreimarhlífina uppi. Áður en hlífin er tekin frá skal
alltaf taka vélina úr sambandi. Takið aldrei um
kílreimina þegar vélin er í gangi.
7.5. Stilling bordýptar (mynd 8)
Hægt er að stilla bordýptina nákvæmlega með
stopparanum (14) og kvarðanum (a) á vélinni
framanverðri. Þegar bordýptin er stillt má vélin ekki
78
IS
Anleitung_SPK7:Anleitung SB 401-1-501-1 SKP 1 03.11.2006 13:06 Uhr Seite 78