38
39
IS
3M™ Peltor™ LiteCom
Heyrnarhlífar með innbyggðu fjarskiptaviðtæki.
Lestu leiðbeiningarnar vandlega fyrir notkun og geymdu þær til þess að geta leitað í þær síðar.
1. ÍHLUTIR
1.1 Höfuðspöng (mynd A)
(A:1) Höfuðspöng
(A:2) Höfuðspangarfóðring (PVC þynna)
(A:3) Höfuðspangarvír (ryðfrítt stál)
(A:4) Tveggja punkta festing (POM)
(A:5) Eyrnapúði (PVC þynna og PUR-frauð)
(A:6) Þéttipúðar (PUR-frauð)
(A:7) Skál
(A:8) Talnemi (electret-hljóðnemi)
(A:9) ON/OFF/MODE hamur
(A:10) +
(A:11) -
(A:12) Loftnet
(A:13) Innstunga fyrir talnema (J22)
(A:14) PTT (Push-To-Talk) Ýta og tala
(A:15) Rafhlöðulok
1.2 Hjálmfestingar (mynd B)
(B:1) Skálarhaldari (ryðfrítt stál)
1.3 Hálsspöng (mynd C)
(C:1) Hálsspangarvír (ryðfrítt stál)
(C:2) Hálsspangarhlíf (POX)
2. AÐ SETJA UPP OG STILLA
Athugasemd! Ýta þarf hárinu kringum eyrun frá svo þéttihringirnir (A:5) falli þétt að.
Gleraugnaspangir þurfa að vera eins mjóar og hægt er og falla þétt að höfðinu til að lágmarka hljóðleka.
2.1 Höfuðspöng (mynd D)
(D:1) Dragðu skálarnar út (A:7). Hallaðu efri hluta heyrnartólanna út á við til þess að tryggja að vírarnir séu fyrir utan
höfuðspangarvírana (A:3).
(D:2) Stilltu hæð skálanna með því að draga þær upp eða niður á meðan höfuðspönginni er haldið niðri.
(D:3) Höfuðspöngin ætti að liggja þvert yfir hvirfilinn.
2.2 Hjálmfestingar (mynd E)
(E:1) Komdu hjálmfestingunum fyrir í festiraufunum á hjálminum og smelltu þeim á sinn stað.
(E:2) Vinnustaða. Þegar stilla á heyrnartólin úr loftræstistöðu í vinnustöðu er stálvírunum þrýst inn á við þar til smellur
heyrist báðum megin. Gættu þess að skálar og höfuðspangarvírar þrýsti ekki á hjálmbrúnina í vinnustöðu því það getur
valdið hljóðleka.
(E:3) Loftræstistaða. Forðastu að leggja skálarnar að hjálminum því það hindrar loftræstingu (E:4).
3. NOTKUN/AÐGERÐIR
3.1 Að setja í rafhlöður
Notaðu skrúfjárn eða sambærilegt til þess að lyfta lokinu með því að snúa því rangsælis.
Settu í 1,5 V AA rafhlöðurnar. Gættu þess að rafhlöðurnar snúi rétt (+/-) áður en lokið er sett á (sjá teikningu á rafhlöðuloki).
Viðvörun! Reyndu ekki að hlaða meðfylgjandi alkaline-rafhlöður, það gæti skaðað heyrnartólin. Rafhlöðurnar gætu líka
sprungið. Slökktu alltaf á tækinu áður en þú fjarlægir rafhlöður eða setur nýjar í.
Raddskilaboð gefa til kynna að rafhlaða sé að tæmast: „low battery“ (rafhlaða að tæmast) endurtekið á fimm mínútna fresti.
Sé ekki skipt um rafhlöður heyrast að lokum þessi skilaboð: „battery empty“ (tóm rafhlaða). Tækið slekkur þá sjálfkrafa á sér.
Athugasemd: Afköst tækisins geta minnkað eftir því sem rafhlöðuhleðsla minnkar.