27
• Efni
- Höfuðspangarvír (ryðfrítt stál)
- Tveggja punkta festing (Acetal)
- Eyrnapúði (PVC þynna og pólýeterfrauð)
- Hljóðdeyfipúði cushion (pólýeterfrauð)
- Höfuðspöng (plötumálmur)
- Fóðrun á höfuðspöng (PVC, pólýeterfrauð)
- Skálar (ABS plast)
• AÐ FJARLÆGJA EÐA SKIPTA UM ÞÉTTIHRINGI
- Settu fingur undir brún þéttihringsins og kipptu honum beint út.
- Komdu nýja þéttihringnum fyrir með því að þrýsta á hann uns hann fellur á sinn stað.
• Einungis ætti að festa eyrnaskálarnar á og nota þær með eftirfarandi öryggishjálmum, sjá E.
• Séu einnota hlífar notaðar getur það haft áhrif á hljóðfræðilega eiginleika heyrnarhlífanna.
• Heyrnarhlífar og einkum þó þéttihringir geta orðið lélegir með tímanum og þá þarf að skoða
með reglulegu millibili þannig að ekki myndist sprungur og hljóðleki.
• Á eyrnahlífunum er innstunga fyrir hljóðtæki. Notandi ætti að kynna sér rétta notkun þeirra
áður en hún hefst. Ef hljóð er bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi að leita lausna í
handbók framleiðanda.
• Viðvörun – Frálag rafeindarásar í þessum heyrnarhlífum gætu farið fram yfir dagleg
hávaðamörk. Hámarksstyrkur hljóðílags er 500mV RMS í samræmi við EN 352-8:2008.
• Eyrnahlífarnar tryggja takmörkun á þrýstingi vegna hljóðmerkis í viðtæki. Takmörkunin miðast
við 82 dB(A) virkan hljóðþrýsting við eyra.
• Erfiðara getur orðið að heyra viðvörunarmerki á vinnustað á meðan hlustað er á viðtækið.
ATH!
Sé ekki farið eftir þessum leiðbeiningum getur það dregið úr hljóðdeyfingu og spillt notkun
heyrnarverndartækisins.
Hljóðdeyfigildi
Hljóðdeyfigildi hafa verið prófuð og vottuð í samræmi við tilskipun 89/686 EBE um persónuhlíf-
ar og þau atriði sem við eiga í Evrópustaðli EN 352-1:2002, EN 352-3:2002, EN 352-8:2008.
Vottorð er gefið út af FIOH, Topeliuksenkatu 41, FI-00250 Helsinki, Finnlandi ID#0403.
Peltor heyrnarhlífaútvarp uppfyllir kröfur í EMC tilskipun 2004/108/EC og hefur verið prófað í
samræmi við viðeigandi hluta staðlanna EN55013:2001 + A1:2003 + A2:2006, EN55020:2007
og FCC, 15. hluti flokkur B.
Hljóðstyrkur tónlistar í heyrnartólum hefur verið mældur að hámarki 82 dB(A) í sambærilegum
hljóðstyrk í samræmi við kröfur í PPE-tilskipuninni.
(D:1) Gerð HRXS7A-01, HTRXS7A*, HRXP7A-01
með höfuðspöng. Þyngd: 340 g.
(D:2) Gerð HRXS7P3E-01, HTRXS7P*, HRXP7P3E-01
með höfuðspöng. Þyngd: 370 g.
VARAHLUTIR/FYLGIHLUTIR
Skiptipúðasett – HY81
Pakki með tveimur hljóðdeyfipúðum og þéttihringjum, sem aðeins þarf að smella í svo að
auðvelt er að skipta um þá. Mælt er með því að skipta um a.m.k. tvisvar á ári til þess að
tryggja jafna hljóðdeyfingu, hreinlæti og þægindi.
Clean einnota hlíf – HY100
Einnota hlíf sem sett er á þéttihringina. 100 pör í pakkningu.
3M ber enga ábyrgð af neinu tagi, hvort beina né óbeina (þar með talið, en ekki takmarkað
við tap á hagnaði, viðskiptum og/eða viðskiptavild) sem sprettur af því að treysta á einhverjar
þær upplýsingar sem hér eru gefnar af 3M. Notandinn ber ábyrgð á því að meta hve vel
vörurnar henta fyrir þá notkun sem áformuð er. Ekkert í yfirlýsingu þessari skal metið svo að
það útiloki eða takmarki ábyrgð 3M vegna andláts eða líkamlegs tjóns sem sprettur af því
að hunsa hana.
Summary of Contents for Peltor HRXP7A-01
Page 1: ...Peltor Radio Radio XP HRXS7 01 HTRXS7 HRXP7 01 The Sound Solution ...
Page 64: ...62 ...
Page 65: ...63 ...