123
IS - Notkunarhandbók fyrir ROHO DRY FLOATATION-sessu – eitt hólf, Sensor Ready, ENHANCER, SELECT
Hreinsun og sótthreinsun, framhald
Hreinsun og sótthreinsun sessunnar í þvottavél
MIKILVÆGT:
Hreinsun í þvottavél getur valdið sliti og skemmdum, þar á meðal geta myndast skurðir og rifur á sessunni og nauðsynlegar vöruupplýsingar
dottið af. Sérstaklega er mælt með því að sessan sé hreinsuð og sótthreinsuð í höndum og látin loftþorna.
Viðvaranir:
-
VARNIÐ ÞVÍ að vatn eða hreinsivökvi komist inn í sessuna. Gangið úr skugga um að blásturslokarnir séu lokaðir.
-
Sensor Ready-sessa: Gangið úr skugga um að Smart Check sé aftengt frá sessunni. Komist vatn í sessu með Sensor Ready-tækni er hætta á að Smart Check
skemmist og skili röngum aflestri við notkun.
- Hár vatnshiti getur valdið því að sessan aflitast og merkingar detta af.
- EKKI láta sessuna komast í snertingu við hærra hitastig en 70 °C (158 °F), þar sem hærri hiti getur skemmt íhluti sessunnar.
-
Gangið úr skugga um að afkastageta þvottavélarinnar sé fullnægjandi áður en sessan er hreinsuð eða sótthreinsuð í þvottavél. Of lítil þvottavél getur mögulega
ekki hreinsað öll óhreinindi eða aðskotaefni af sessu.
-
Notkun skemmdrar sessu dregur úr eða skilar engum ávinningi og eykur hættu á áverkum á húð og öðrum mjúkvef.
Sessan undirbúin fyrir hreinsun í þvottavél:
1)
Fjarlægið hlífina og lokið blásturslokunum. Leitið eftir skemmdum á sessunni og setjið bætur á göt (frekari upplýsingar er að finna í leiðbeiningum
viðgerðarsettsins sem fylgir með vörunni).
2)
Þrífið burtu bletti og ólykt eftir þörfum: Leggið sessuna í bleyti í volgt vatn og sótthreinsandi hreinsiefni. Skrúbbið hana varlega með mjúkum
plastbursta og skolið með vatni.
3)
Losið loft úr sessunni: Opnið blásturslokann og rúllið sessunni upp, frá horninu sem er andstætt lokanum. Þegar búið er að fjarlægja eins mikið loft
og hægt er skal loka blásturslokanum.
4)
Leitið eftir skörpum brúnum í þvottavélinni sem geta skemmt sessuna.
Sessan hreinsuð í þvottavél:
Setjið sessuna í þvottanet og svo í þvottavélina. Þegar sessan er brotin saman þarf að tryggja að lofthólfaflöturinn snúi út.
Notið volgt vatn (30–40 ºC (85–105 ºF)) og setjið þvottaefni eða hreinsiefni/sæfiefni sem hentar fyrir þvottavélina og sessuna í sápuhólfið.
Kerfi fyrir viðkvæman þvott: Notið þvottakerfi sem ekki er með þeytivindu.
40C
Sessan sótthreinsuð í þvottavél:
Fylgið leiðbeiningum þvottavélarinnar og notið heitt vatn, 60 °C (140 °F). Notið sæfiefni (frekari
upplýsingar eru í leiðbeiningum frá framleiðanda). Sýnið aðgát við notkun klórs: Notið eingöngu 1 hluta af fljótandi heimilisklór á móti 9
hlutum af vatni. Skolið með vatni.
1:9
+
60C
Varúð:
Skolið vandlega. Þvotta- og hreinsiefnisleifar geta valdið því að lofthólfin límast saman.
Þurrkið sessuna:
Takið sessuna úr þvottanetinu og loftþurrkið hana. Notið hárblásara til að þurrka sessuna hraðar. Haldið hárblásaranum
minnst 15 cm frá sessunni og hreyfið fram og til baka.
Viðvörun:
Varan getur skemmst varanlega ef neoprene-gúmmíið ofhitnar.
Tákn fyrir umhirðu
Handþvottur.
Þurrkað á snúru í skugga.
1:9
Klór (1 hluti klór: 9 hlutar vatn).
40C
Þvottur í þvottavél, volgt vatn,
kerfi fyrir viðkvæman þvott.
60C
Heitt þvottaprógramm,
venjulegt, á hitastiginu sem
tilgreint er.
Notið hárblásara.
Geymsla, flutningur, förgun og endurvinnsla
Geymsla og flutningur: Hreinsið og sótthreinsið vöruna fyrir geymslu. Opnið blásturslokana. Hleypið loftinu úr vörunni. Geymið vöruna í íláti sem ver hana gegn
raka, aðskotaefnum og skemmdum. Eftir geymslu þarf að fylgja leiðbeiningum um undirbúning vörunnar fyrir notkun. Eftir flutning þarf að skoða vöruna til að
tryggja að hún hafi ekki skemmst. (frekari upplýsingar eru í „Úrræðaleit“).
Förgun: Íhlutir varanna í þessari handbók tengjast ekki neinum þekktum áhættuþáttum fyrir umhverfið ef vörurnar eru notaðar með réttum hætti og þeim fargað í
samræmi við allar staðbundnar/gildandi reglugerðir.
Við lok endingartímans skal meðhöndla vöruna sem úrgang frá heilbrigðisþjónustu og farga henni í samræmi
við gildandi reglur um förgun slíks úrgangs. Brennið með öðrum úrgangi frá heilbrigðisþjónustu.
Brennsla þarf að vera á vegum vottaðrar sorpmóttökustöðvar með
tilskilin leyfi.
Endurvinnsla: Hafið samband við næstu endurvinnslustöð til að ákvarða möguleika á endurvinnslu vörunnar.
Takmörkuð ábyrgð
Takmörkuð ábyrgð gildir frá upprunalegum kaupdegi vörunnar: SELECT-sessur: 36 mánuðir; allar aðrar DRY FLOATATION-vörur: 24 mánuðir. Ábyrgðin gildir ekki
um göt, rifur, bruna eða misnotkun. Frekari upplýsingar eru í viðauka um takmarkaða ábyrgð sem fylgir með vörunni eða fást hjá þjónustudeild.