57
Microlife Ear Thermometer IR 310
IS
Þessi hitamælir er notendavænn og hreinlegri vegna notkunar
hlífðarhettunar.
Nemi LED
Í þessum hitamæli er ljósnemi LED sem gerir notandanum kleift að
finna rétta staðsetningu í myrkri.
Nákvæmur og áreiðanlegur
Einstök samsetning nemans felur í sér háþróaðan innrauðan
skynjara sem tryggir að hver mæling sé nákvæm og áreiðanleg.
Þægilegur og auðveldur í notkun
Notendavæn hönnun gerir hitamælinn þægilegan og auðveldan
í notkun.
Hitamælinn má jafnvel nota til að mæla hita sofandi barns án
þess að trufla það.
Hitamælirinn er skjótvirkur og þess vegna hentugur til notkunar
hjá börnum.
Endurheimt niðurstaðna fjölda mælinga
Með því að stilla á minni geta notendur endurheimt niðurstöður
síðustu 30 mælinga með skrá yfir bæði tíma og dagsetningu sem
veitir möguleika á að fylgjast náið með hitabreytingum.
Öruggur og hreinlegur
Engin hætta á glerbrotum eða inntöku kvikasilfurs.
Fullkomlega öruggur til notkunar hjá börnum.
Notkun nýrrar hlífðarhettu í hvert skipti tryggir hreinlæti
hitamælisins fyrir notkun allra í fjölskyldunni.
Sótthitaviðvörun
10 stutt hljóðmerki og rautt bakljós á LCD-skjánum gefur sjúklingi
til kynna að hann geti verið með hita sem samsvarar eða er hærri
en 37,5 °C.
2. Mikilvægar leiðbeiningar um öryggi
Fylgið leiðbeiningunum fyrir notkun. Þetta skjal inniheldur
mikilvægar notkunar- og öryggisupplýsingar varðandi tækið.
Vinsamlegast lesið skjalið vel fyrir notkun tækisins og geymið til
að hafa til hliðsjónar síðar.
Þetta tæki má eingöngu nota í þeim tilgangi sem lýst er í
þessum bæklingi. Framleiðandi ber enga ábyrgð á skemmdum
af völdum rangrar notkunar.
Dýfðu tækinu aldrei í vatn eða annars konar vökva.
Vinsamlegast fylgdu leiðbeiningum í kaflanum « Þrif og
sótthreinsun» þegar tækið er þrifið.
Notaðu tækið ekki ef þú heldur að það sé bilað eða ef þú tekur
eftir einhverju óvenjulegu.
Aldrei má opna þetta tæki.
Eyrnamergur í eyrnagöngum getur valdið lægri niðurstöðu
hitamælingar. Þess vegna er mikilvægt að tryggja að
eyrnagöngin eru hrein.
Notaðu hitamælinn með nýrri og óskemmdri Microlife
hlífðarhettu til að koma í veg fyrir sýkingahættu.
Ef niðurstaða mælingar er ekki í samræmi við líðan sjúklingsins
eða óvenjulega lág skaltu endurtaka mælinguna á 15 mínútna
fresti eða gera samanburðarmælingu með öðrum hitamæli sem
mælir kjarnhita.
Í tækinu er viðkvæmur tæknibúnaður og því ber að sýna gætni
við notkun þess. Fylgdu þeim leiðbeiningum um geymslu og
notkun sem fram koma í kaflanum «Tæknilýsing».
Gættu þess að börn handfjatli ekki tækið án eftirlits; sumir hlutar
þess eru það litlir að hægt er að gleypa þá.
Notaðu ekki tækið nálægt sterku rafsegulsviði, t.d. farsíma eða
útvarpssendi. Vertu að minnsta kosti 3.3 metra frá slíkum
tækjum þegar þú notar þetta tæki.
Verndaðu tækið gegn:
miklum sveiflum í hitastigi
höggum og falli
mengun og ryki
sólarljósi
hita og kulda
Ef ekki á að nota tækið í langan tíma ætti að fjarlægja
rafhlöðuna.
3. Hvernig hitamælirinn mælir hitastig
Þessi hitamælir mælir innrauða orku sem geislar frá hljóðhimnunni
og nærliggjandi vefjum. Orkunni er safnað um linsu og breytt í
hitastigsgildi. Mælingin sem kemur beint frá hljóðhimnunni
(Tympanic Membrane) tryggir mjög nákvæma eyrnamælingu.
Mælingar sem eru teknar í nærliggjandi vefjum í eyrnagöngunum
sýna lægri niðurstöðu sem getur valdið því að greining á hitanum
er ekki rétt.
Viðvörun:
Niðurstaða mælingar með þessu tæki er ekki
greining. Mælingin kemur ekki í veg fyrir þörfina að fá
ráðgjöf frá lækni, sérstaklega ef hún passar ekki við eink-
enni sjúklings. Ekki treysta einungis á niðurstöðu mælingar,
hafðu alltaf í huga önnur hugsanleg einkenni og viðbrögð
sjúklings. Að hringja í lækni eða sjúkrabíl er ráðlagt ef þess
þarf.
Содержание IR310
Страница 52: ...50 1 ACCUsens good 30 10 37 5 C 2 Microlife 15 3 3 m...
Страница 64: ...62...