Íslensk
a
7
Matvinnsluvélin undirbúin fyrir notkun
Fyrir fyrstu notkun
Áður en matvinnsluvélin er notuð í
fyrsta sinn skal þvo vinnsluskálina, hlífina
á vinnsluskálina, kokkaskálina, litlu
skálina, troðarana fyrir ílagsopið, diska
og blöð, annað hvort í höndunum eða í
uppþvottavél (sjá „Meðferð og hreinsun“
á bls. 15).
Samsetning vinnsluskálar
1. Komið matvinnsluvélinni fyrir á
þurru, sléttu undirlagi og látið
stjórnhnappana vísa að ykkur. Setjið
tækið ekki í samband fyrr en það hefur
verið að fullu sett saman.
2. Hafið handfangið lítillega til vinstri
við miðju og setjið vinnsluskálina
á vélina með gatið í miðjunni yfir
snúningsásnum.
3. Takið um handfangið á vinnsluskálinni
og snúið skálinni til hægri þar til hún
læsist föst.
4. Komið viðeigandi fylgihlutum fyrir í
vinnsluskálinni. Sjá leiðbeiningar um
fylgihluti á bls. 8-11.
5. Setjið hlífina á vinnsluskálina með
ílagsopið aðeins til vinstri við handfang
skálarinnar. Takið um ílagsopið og snúið
hlífinni til hægri þar til hún læsist föst.
ATHUGIÐ:
Til að koma í veg fyrir
skemmdir á vinnsluskálinni skal ekki setja
hlífina á hana fyrr en vinnsluskálin er læst á
undirstöðuna.
6. Komið tvískipta troðaranum fyrir í
ílagsopinu.
Hætta á skurðsárum.
Meðhöndlið blöðin af varúð.
Sé það ekki gert er hætta á að geta
skorið sig.
VARÚÐ
I
O
Pulse
A R T I S A
N
Framhald á næstu síðu