Hleðslueiginleikar
— Passar við allar QI-vottaðar vörur fyrir þráðlausa hleðslu.
— Fylgir WPC 1.1 staðlinum.
— Hentar fyrir Apple iPhone 5/5S.
Leiðbeiningar um notkun
— Festu á símann VITAHULT þráðlausu hleðsluhlífina.
— Til að hlaða þráðlaust, settu símann þinn ofan á plús merkið (+) á
hleðslutækinu. Tækið verður að vera beint yfir plús merkinu (+) á
hleðslutækinu til að hleðslan virki sem best.
— Einnig er hægt að hlaða með USB, en þá á fyrst að tengja USB snúruna
við USB breytistykkið og svo tengja USB snúruna við VITAHULT
smátengið. Til þess að byrja að hlaða þarf að tengja USB breytistykkið
við innstungu.
Gott að vita
— Tæki gætu hitnað þegar þau eru í hleðslu. Þetta er fullkomlega eðlilegt
og þau kólna smám saman eftir að þau eru fullhlaðin.
— Hleðslutími er mismunandi eftir afkastagetu rafhlöðunnar, hleðslustöðu,
aldurs rafhlöðu og hitastigi í umhverfinu.
— Smátengi fyrir USB er í hulstrinu þannig að auðvelt er að tengjast minni
símans. Þarf ekki að taka hulstrið af.
— Vinnsluhitastig hleðslutækis: -10°C til 40°C.
Til að þrífa tækið, taktu símann úr sambandi og þurrkaðu af með rökum
klút. Dýfðu aldrei í vatn. Þurrkaðu með hreinum klút.
Geymdu leiðbeiningarnar fyrir frekari notkun.
VARÚÐ:
Notist aðeins á þurrum stöðum.
Fylgjast þarf með börnum til að passa að þau leiki sér ekki með vöruna.
Framleiðandi: IKEA of Sweden AB
Heimilisfang: Box 702, 343 81 Älmhult
Tilkynning um skrásett vörumerki
“Gert fyrir iPhone” þýðir að rafrænn íhlutur hefur verið
hannaður til að tengjast sérstaklega iPhone og hefur
verið vottaður af framleiðanda að hann standist kröfur
Apple. Apple, iPhone eru vörumerki vörumerki í eigu
Apple Inc., skrásett í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
‘Qi’ táknið er vörumerki Wireless Power Consortium
Táknið með mynd af ruslatunnu með krossi yfir þýðir að ekki má
farga vörunni með venjulegu heimilissorpi. Vörunni þarf að skila
í endurvinnslu eins og lög gera ráð fyrir á hverjum stað fyrir sig.
Með því að henda slíkum vörum ekki með venjulegu heimilissorpi
hjálpar þú til við að draga úr því magni af úrgangi sem þarf að brenna eða
nota sem landfyllingu og lágmarkar möguleg neikvæð áhrif á heilsu fólks og
umhverfið. Þú færð nánari upplýsingar í IKEA versluninni.
ÍSLENSKA
9