12
Íslenska
YFIRLIT
Þakka þér fyrir að hafa valið Shower Stool sturtukollinn frá HealthCraft.
Vinsamlegast lestu og tileinkaðu þér leiðbeiningarnar í þessum bæklingi og
geymdu hann. Rétt samsetning, uppsetning og viðhald á Shower Stool
sturtukollinum er á þína ábyrgð. Ef ekki er farið eftir leiðbeiningunum í
þessum bæklingi getur það valdið alvarlegu líkamstjóni eða dauða. Ef þú
getur ekki framkvæmt þá vinnu sem hér er lýst mælum við með því að þú
látir viðurkenndan verktaka setja upp Shower Stool sturtukollinn þinn.
Shower Stool sturtukollurinn er hágæða sæti til notkunar í sturtunni.
Shower Stool sturtukollurinn er ætlaður til að veita setustuðning fyrir fólk
með skerta hreyfigetu. Hámarksþyngd fyrir notanda þessarar vöru er 136
kg. Ath. Þessi vara er ekki ætluð til að halda uppi fullri líkamsþyngd (þ.e.
ekki standa á kollinum). Ekki má nota Shower Stool sturtukollinn fyrir neitt
annað en það sem hér er lýst.
EINS ÁRS ÁBYRGÐ
Vörur eru með eins árs ábyrgð gegn efnislegum göllum og vinnugöllum fyrir
upphaflegan kaupanda. Ábyrgðin nær ekki yfir vörur sem hafa skemmst
vegna rangrar notkunar, af slysni, vegna breytinga, vegna eðlilegs slits,
vegna viðarefnis og bletta eða vegna notkunar á ætandi eða rispandi
hreinsiefnum.
Kaupandi afléttir hér með skaðabótaskyldu af HealthCraft Products og
samþykkir að vernda það frá og gegn öllum skaðabótakröfum, kröfum (með
ástæðu eða án), tapi, tjóni, kostnaði og útgjöldum (þar á meðal, en
takmarkast ekki við afleitt tjón og eðlileg fagleg gjöld) sem verða til vegna
forskriftar kaupanda, notkunar eða rangrar notkunar á vörunni sem hér er
lýst, eða vegna aðgerðaleysis eða vanrækslu. HealthCraft Products Inc.
afsalar sér allri ábyrgð á tjóni vegna þjónustu sem var framkvæmd af
öðrum eða vegna rangrar uppsetningar, notkunar eða misbeitingu á vörum
sem HealthCraft Products Inc. selur. HealthCraft Products Inc. skal ekki
bera neina ábyrgð á mögulegum ávinningi eða sérstöku, óbeinu eða
afleiddu tjóni, eða á kostnaði vegna viðgerða sem voru framkvæmdar án
samþykkis HealthCraft Products Inc. Heildarskaðabótaábyrgð HealthCraft
Products Inc. skal aldrei verða hærri en kaupverð vörunnar sem lýst er.
Lýsing er háð breytingum án fyrirvara.
HealthCraft Products Inc.
2790 Fenton Road
Ottawa, Canada
K1T 3T7
AFHENT VARA / HLUTIR
MYND A.
1. Plastsæti
2. Fótur (x3)
VIÐVARANIR FYRIR UPPSETNINGU
MYND B.
1. Kollurinn er eingöngu ætlaður sem sæti (þ.e. aðeins fyrir lóðréttan
þunga niður á við).
2. VARÚÐ - Ekki beita neinu hliðarafli á kollinn.
3. VARÚÐ - Aðeins 1 manneskja má nota kollinn í einu.
4. VARÚÐ - Ekki nota kollinn fyrir neitt annað en til að sitja á (þ.e. ekki
standa á kollinum).
5. VARÚÐ - Ekki nota kollinn á ójöfnu yfirborði sem gæti gert hann
óstöðugan.
6. VARÚÐ - Gættu þess að allir fæturnir séu festir og stilltir á sömu lengd.
7. VARÚÐ – Kollurinn og baðkarið eru sleip í bleytu.
SAMSETNING
MYND
C.
1. Renndu fætinum í gatið neðan á plastsætinu.
2. Ýttu á læsipinnann og renndu fætinum niður þar til hann festist alveg.
3. Snúðu sætinu rétt upp.
4. Ýttu á læsipinnann og stilltu hæðina á fótunum. Gættu þess að allir
fæturnir séu stilltir á sömu lengd.
TÆKNIUPPLÝSINGAR
Sjá mynd D.
VÖRUNOTKUN
Sjá mynd E.
EC
REP
Gate 88
Kanalgatan 45B
Skellefteå, Sweden
93123
Содержание SST-S
Страница 1: ...Shower Stool SST S DC108 RevA healthcraftproducts com ...
Страница 2: ...A 2 ABS 2 00lbs 0 91kgs ALU 0 55lbs 0 25kgs 1 2 ...
Страница 3: ...B 1 2 3 4 5 6 7 3 ...
Страница 4: ...C 4 3 4 1 2 CLICK CLICK ...
Страница 5: ...D 5 D E 16 625 23 625 422 600mm 14 625 371mm 5 15 381mm MAX 300lbs 136kg ...