4. STJÓRNBORÐ
4.1 Skjár
3
4
2
1
1
Hitakvarði
2
Hitastigstakki
3
Tákn fyrir ECO-ham
4
FastFreeze Tákn
4.2 Kveikt á
1. Settu heimilistækið í samband við
rafmagnsinnstungu.
2. Til að kveikja á heimilistækinu skal
snerta hitastigstakkann. Það kviknar
á öllum LED vísum.
Hitastigið er stillt á sjálfgefna stillingu
(ECO-hamur). LED vísirinn við hlið
táknsins fyrir ECO-ham lýsir.
4.3 Slökkva
1. Til að slökkva á heimilistækinu skal
ýta á hitastigstakkann í 3 sekúndur.
Allir ljósdíóðuvísar slokkna.
2. Til að aftengja heimilistækið frá
rafmagni skal taka rafmagnsklóna úr
rafmagnsinnstungunni.
4.4 Hitastilling
Til að stjórna hitastiginu skaltu ýta á
hitastigstakkann. Í hvert sinn sem ýtt er á
takkann færist innstillt hitastig um eina
stöðu og samsvarandi ljósdíóðuvísir
kviknar. Ýttu endurtekið á
hitastigstakkann þar til óskað hitastig er
valið. Stillingin verður fest.
Valið er stigvaxandi, og
breytilegt frá -15 °C upp í
-24 °C.
Ráðlögð stilling er -18 °C. Þú
getur einnig virkjað hana
með ECO-ham.
Hitastillingunni þarf að ná innan
sólarhrings. Eftir rafmagnsleysi helst stillt
hitastig vistað.
4.5 ECO-hamur
Í þessum ham er hitastigið stillt á -18°C.
Þetta er besta stillingin til að
tryggja góða varðveislu
matvæla með
lágmarksorkunotkun.
Til að virkja ECO-haminn skaltu ýta
endurtekið á hitastigstakkann þar til LED-
vísirinn við hliðina á tákninu fyrir ECO-
haminn kviknar.
4.6 FastFreeze aðgerð
Þessi aðgerð er notuð til að forfrysta og
hraðfrysta í réttri röð í frystihólfinu.
Aðgerðin hraðar frystingu ferskra
matvæla og ver um leið matvæli sem
þegar eru geymd í frystihólfinu gegn
óæskilegri hitnun.
Til að frysta fersk matvæli
skal virkja þessa aðgerð að
minnsta kosti 24 klst. áður
en maturinn sem á að
forfrysta er settur í
frystihólfið.
Til að virkja þessa aðgerð skaltu ýta
endurtekið á hitastigstakkann, þar til
ljósdíóðuvísirinn (LED) við hlið
FastFreeze táknmyndarinnar kviknar.
Þessi aðgerð stöðvast
sjálfkrafa eftir 52
klukkustundir. Þegar
aðgerðin er afvirkjuð er fyrri
stilling hitastigs endurreist.
Þú getur afvirkjað þessa
aðgerð hvenær sem er með
því að ýta á hitastigstakkann
og velja nýja stillingu
hitastigs.
4.7 Aðvörun fyrir opna hurð
Ef hurðin hefur verið skilin eftir opin í um
það bil 90 sekúndur fer viðvörun um
opna hurð í gang. Ljósdíóðuvísirinn fyrir
www.electrolux.com
26