ÍSLENSKA
Access™ Hleðslutæki -
Notkunarleiðbeiningar
Almennt
Access™ hleðslutæki er fáanlegt í mismunandi
útgáfum. Hægt er að stilla hleðslutækið með
færibreytustillingum á stjórnborðinu.
Hleðslutækið kemur með innbyggðum
hleðslukúrfum sem henta fyrir mismunandi gerðir
rafgeyma.
Hleðslutækið á að vera stöðugt tengt við rafmagn.
Hleðsla hefst um leið og rafgeymirinn er tengdur
við hleðslutækið. Stjórnborð hleðslutækisins sýna
hleðsluferlið.
Hægt er að tengja hleðslutækið við:
• Access™ eftirlitsbúnað, BMU.
Hleðsluferlið er aðlagað að hitastigi
rafhlöðunnar o.þ.h. Upplýsingar eru skráðar og
hægt er að lesa þær í tölvuforritinu Access™
Service tool.
• Ytra rafgeymisstjórnunarkerfi, BMS.
Hægt er að stilla rafgeyminn þannig að spennu
og straumi sé stjórnað um CAN-tengibraut.
BMS-kerfið stýrir síðan hleðsluferlinu.
• Access™ Service tool.
Hægt er að fylgjast með hleðslunni á tölvu.
Access™ Service tool er tengt við USB-tengi.
Öryggi
Aðvörun
Hættulegar aðstæður og varúðarráðstafanir eru
sýndar á eftirfarandi hátt í textanum:
Varúð
Gefur til kynna mögulega hættulegar aðstæður.
Dauðsfall eða alvarlegt líkamstjón kann að hljótast
af ef viðeigandi varúðarráðstafanir eru ekki gerðar.
Aðgát
Gefur til kynna aðstæður þar sem skemmd eða
meiðsl kunna að verða. Ef ekki er sneitt hjá þeim
kann lítilsháttar líkamstjón og/eða eignartjón að
hljótast af.
Athugið:
Almennar upplýsingar sem ekki tengjast öryggi
einstaklinga eða vörunnar.
Almennt
Geymið þessa handbók ávallt nálægt
vörunni.
Handbókin inniheldur mikilvægar
öryggis- og notkunarupplýsingar.
Lesið og gerið ykkur far um að skilja þessar
leiðbeiningar, leiðbeiningar fyrir rafgeyminn sem
framleiðandinn veitir og öryggisreglur
vinnuveitandans áður þið notið, setjið upp eða
gerið við vöruna.
Eingöngu til þess hæft starfsfólk skal setja upp,
nota eða gera við þessa vöru.
RAFLOST
Hleðslutækið er með það háa spennu
að það getur valdið meiðslum á fólki.
Varúð
Háspenna!
Tengið frá rafgeyminum og aflgjafanum fyrir
viðhald, viðgerð eða sundurhlutun.
Ekki snerta óeinangruð rafgeymisskaut, tengi eða
rafmagnshluti sem eru í gangi. Ekki stinga hlutum í
loftraufar.
Gangið úr skugga um að aflgjafinn á
uppsetningarstaðnum sé í samræmi við
málspennu sem tilgreind er á upplýsingamiða
rafgeymisins.
Áður en tengt er skal kanna merkingar á rafgeymi
og hleðslutæki.
Aðeins má tengja hleðslutækið við jarðtengda
rafmagnsinnstungu.
Ekki má nota hleðslutækið ef einhver merki eru um
skemmdir.
93