
15
Þrif
─ Áður en varan er tekin í notkun ætti að
þvo hana, skola og þurrka vandlega.
─ Vöruna má setja í uppþvottavél. Þurrkið
alltaf eftir þvott til að forðast bletti eftir
kalkið í vatninu. Blettum má ná af með
volgu vatni og örlitlu af ediki.
─ Til að koma í veg fyrir bletti af völdum
salts ætti ekki að salta matinn fyrr en
suðan hefur komið upp.
─ Notið ekki stálull eða annað sem getur
rispað yfirborðið.
─ Botninn er aðeins kúptur þegar hann
er kaldur en þenst og flest út í hita.
Leyfið eldunaráhöldum alltaf að kólna
fyrir þvott. Þá nær botninn aftur sinni
fyrri lögun og verður síður ójafn með
tímanum.
Gott að vita
─ Þetta eldunarílát hentar til notkunar á
öllum gerðum af helluborðum.
─ Eldunarílátið er aðeins hugsað
til matreiðslu, ekki til geymslu á
matvælum. Matvæli sem geymd eru í
eldunarílátinu í lengri tíma geta haft áhrif
á yfirborðið og tekið í sig málmbragð.
─ Notið eldunarílátið á hellu sem er
jafnstór eða minni að þvermáli til að
spara orku.
─ Hafið í huga að handföngin hitna við
notkun á hellu. Notið ávallt pottaleppa
þegar eldunarílátið er handleikið.
─ Til að forðast rispur ætti alltaf að lyfta
pottinum þegar hann er færður til á
keramikhelluborði.
ÍSLENSKA