112
IS
Efnisyfirlit
Almennar öryggisreglur
114
Uppsetning
117
Hagnýt ráð
120
Viðhald og þrif
121
Flýtileiðbeiningar 122
Stjórnborð og þvottakerfi
122
Bilanaleit og ábyrgð
131
Þakka þér fyrir að hafa valið þvottavél frá
Elvita
. Við erum sannfærð
um að þessi vél nýtist þér vel til að halda fatnaði þínum, jafnvel þeim
allra viðkvæmasta, hreinum og fínum til lengri tíma litið.
Lestu þessar leiðbeiningar um notkun vandlega, hér er að finna
mikilvægar upplýsingar um notkun og öryggi ásamt hagnýtum ráðum
um viðhald.
Lestu leiðbeiningar vandlega áður en þvottavélin er
tekin í notkun!
Við mælum með því að þú geymir leiðbeiningarnar innan
seilingar til uppflettinga síðar og gætir þeirra svo þær verði
læsilegar allan líftíma þvottavélarinnar.
Gættu þess að leiðbeiningar um notkun, ábyrgðarskírteini,
upplýsingar um þjónustuver og orkunýtingarmerki séu afhent þér
ásamt tækinu. Gættu þess einnig að því fylgi tappar, haldarar fyrir
frárennslisslöngu og hólf fyrir fljótandi þvottaefni eða bleikiefni (bara
með sumum gerðum). Við mælum með því að þú geymir þessa íhluti.
Hver einstakur íhlutur er með einkvæðu 16 tákna númeri sem kallast
„raðnúmer“. Töluna má finna á miða sem festur er við vélina (nálægt
lokinu) eða í umslaginu með skriflegu gögnunum sem liggur inni
í vélinni. Rafnúmerið er sértækt vöruauðkenni sem notað er við
skráningu tækisins og þegar leita þarf til þjónustuversins.