68
IS
AÐ NOTA TÆKIÐ
Hægt er að nota loftdjúpsteikningarpottinn til að matreiða margskonar hráefni. Gott er að kynna
sér uppskriftabókina sem fylgir, þar er að finna mörg góð ráð.
Loftdjúpsteiking
1. Settu klóna í samband við jarðtengda innstungu.
2. Dragðu geyminn varlega út úr loftdjúpsteikingarpottinum (6. mynd).
3. Leggðu hráefnin í körfuna (5. mynd).
4. Settu geyminn aftur inn í loftdjúpsteikingarpottinn (4. mynd).
Stilltu geyminn af með rennunum í loftdjúpsteikningarpottinum.
Notaðu geyminn aldrei nema karfan sé í honum.
Varúð! Ekki snerta geyminn á meðan tækið er í notkun eða strax
á eftir, hann verður mjög heitur. Taktu eingöngu í handfangið á
geyminum.
5. Í greininni Stillingar í þessum kafla má finna eldunartíma ýmissa matvæla.
6. Sum matvæli þarf að hrista þegar eldunartíminn er hálfnaður (sjá greinina Stillingar í
þessum kafla). Dragðu geyminn út úr loftdjúpsteikningarpottinum (taktu í handfangið
á honum) og hristu hann svo hráefnin blandist saman. Settu svo geyminn aftur í
loftdjúpsteikingarpottinn.
Varúð! Ekki þrýsta á hnappinn á handfanginu þegar þú hristir
geyminn (3. mynd).
Ábendingar: Lyftu grindinni upp úr geyminum þegar þú hristir hráefnin (þá verður það ekki
jafn þungt). Dragðu geyminn út úr tækinu og settu hann á hitaþolið undirlag. Þrýstu svo á
hnappinn á handfanginu og lyftu körfunni upp úr geyminum.
Ábendingar: Stilltu tímastillinn á hálfan eldunartíma. Taktu geyminn út og hristu hráefnin
þegar hljóðmerki heyrist.
Mundu svo að stilla tímastillinn á þann eldunartíma sem eftir er þegar
hráefnin hafa verið hist.
7. Þegar hljóðmerki heyrist á ný er maturinn fulleldaður. Dragðu geyminn út úr tækinu og settu
hann á hitaþolið undirlag.
Ath! Þú getur lika slökkt á báðum aðgerðum með því að stilla tímamælinn á 0.
8. Kannaðu hvort matvælin eru fullelduð. Ef þau eru ekki alveg tilbúin seturðu geyminn aftur í
tækið og stillir tímastillinn á nokkrar mínútur.
9. Þegar matvælin (t.d. franskar kartöflur) eru tilbúin tekur þú geyminn út úr
loftdjúpsteikningarpottinum og leggur hann á hitaþolið undirlag. Þrýstu svo á hnappinn á
handfanginu og lyftu körfunni upp úr geyminum.
Ekki hvolfa körfunni á meðan hún er enn í geyminum (hafi olía safnast fyrir í
botninum drýpur hún á matinn).
Geymirinn og matvælin eru heit. Það ræðst af hráefnum í loftdjúpsteikingarpottinum
hvort gufa getur lekið úr geyminum.
10. Tæmdu innhald körfunnar í skál eða á disk.
Ábendingar: Taktu upp stóra eða viðkvæma bita úr körfunni með eldunartöng.
11. Loftdjúpsteikingarpotturinn er tilbúinn fyrir eldun á næsta skammti hráefna þegar sá fyrri er
fulleldaður.