56
IS
AFÞÍÐING
Ísskápshólfið
Afþíðingarferlið er sjálfvirkt og er stýrt af hitastillitækinu.
Vatn úr afþíðingu safnast saman í vatnshólf og gufar upp.
Frystihólf (Elvita CKF2851V)
Frystihólfið afþíðist handvirkt.
• Snúðu hitastilliskífuna á OFF og skildu frystihólfshurðina eftir opna.
• Færðu matvælin, ísmolabakkann og hilluna úr frystihólfinu yfir í ísskápshólfið.
• Hreinsaðu frystihólfið og þurrkaðu upp leifar úr afþíðingunni með klúti.
• Snúðu hitastigsskífunni aftur á upprunalegan stað þegar afþíðingu er lokið.
ATH
: Ekki nota hvassa hluti til að fjarlægja ís eða til að aðskilja matarpakka, þar sem slíkt gæti
skemmt veggi frystihólfsins.
NOTKUN
Til að fá sem mestan ávinning af ísskápnum er mikilvægt að nota hann rétt.
Hitastigsstilling
Stýribúnaður á ísskáp og frystihólfi (Elvita CKF2852V) er við hliðina á hillunni í ísskápshólfinu.
Þegar þú setur upp ísskápinn, stilltu hitastig á 3. Leyfðu ísskápnum að ná réttu hitastigi áður en
þú setur mat inn í hann. Best er að bíða í 24 klukkustundir áður en þú setur mat inn í hann.
Stilltu hitastigið að ósk með hitastigsskífunni. Því hærra hitastig sem þú velur, því meira þarf
þjappan að vinna til að viðhalda hitastiginu.
Þegar hitastigsskífan er stillt á OFF, þá er ísskápurinn ekki í gangi.
Geymsla á ferskum matvælum
Geymdu matvæli í ísskápnum í ílátum eða vafin í loftþéttum umbúðum. Þetta kemur í veg fyrir
að lykt og bragð af matvælum dreifist út gegnum allan ísskápinn.
Ávextir
– þvoðu, leyfðu þeim að þorna og geymdu í ísskápnum i plastpokum eða
grænmetisskúffunni.
Blaðgrænmeti
– fjarlægðu umbúðir og öll visin/aflituð laufblöð. Skolaðu í köldu vatni og leyfðu
að drjúpa af. Settu í plastpoka eða plastílát og geymdu í grænmetishólfi.
Kjöt
– best er að geyma kjöt í upprunalegum umbúðum, svo framarlega sem þau eru loft og
vatnsþétt. Endurpakkaðu eftir þörf.
Afgangar
– breiddu yfir afganga með plastfilmu eða álpappír. Plastílát sem þéttlokast má líka
nota.
Geymsla á frystum matvælum
(Gerð Elvita CKF2852V)
Frystihólfið er ætlað til að geyma fryst matvæli og til heimafrystingar á matvælum.
Ef frysting á að heppnast vel, þá þarf réttar umbúðir. Pakkaðu matvælunum þannig að þau séu
loft og vatnsþétt. Annars getur verið að bragð og lykt dreifist um ísskápinn og fryst matvæli
gætu þornað.
ATH
: Settu aldrei flöskur með mat eða drykk í frystihólfið.
Til að ná besta árangri, skyldu eftir nægilegt laust rými í frystihólfinu og ísskápnum til að loft geti
leikið þar um matarpakkningarnar. Skildu eftir nægilegt rými til að hægt sé að loka hurðinni.
Summary of Contents for CKF2852V
Page 7: ...7 SE Modell Elvita CKF2852V Modell Elvita CKS2852V CKS2852X...
Page 17: ...17 NO Modell Elvita CKF2852V Modell Elvita CKS2852V CKS2852X...
Page 27: ...27 GB Model Elvita CKF2852V Model Elvita CKS2852V CKS2852X...
Page 37: ...37 DK Model Elvita CKF2852V Model Elvita CKS2852V CKS2852X...
Page 47: ...47 FI Malli Elvita CKF2852V Malli Elvita CKS2852V CKS2852X...
Page 57: ...57 IS Ger Elvita CKF2852V Ger Elvita CKS2852V CKS2852X...