Öryggi - ÍSLENSKA
77
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
Öryggi við notkun
VIÐVÖRUN!
Hafið stöðugt eftirlit með eldunarferlinu.
VIÐVÖRUN!
Ef yfirborð helluborðsins brotnar skal tafarlaust aftengja tækið frá rafveitu. Notið tækið ekki.
VIÐVÖRUN!
Hætta á eldsvoða! Verið viss um að loftop séu aldrei hulin eða hindruð á neinn hátt.
VIÐVÖRUN!
Ekki setja neinn búnað á milli eldunarsvæðisins og botns eldunaráhaldsins, til dæmis búnað sem gerir
mögulegt að nota ósegulmögnuð eldunaráhöld. Notkun slíks búnaðar getur valdið bruna og skemmdum á
eldavélinni.
VIÐVÖRUN!
•
Eftir notkun skal alltaf slökkva á eldunarsvæðinu með snertistýringunum. Ef eldunaráhöldin eru fjarlægð
slokknar sjálfkrafa á eldunarsvæðinu en ekki skal treysta á þetta.
•
Skiljið eldavélina ekki eftir án eftirlits meðan aflaukning er notuð. Aflaukning er gífurlega öflug.
•
Hætta er á að brennast af afgangshita. Eldunarsvæðið er óbeint hitað með hituðu eldunaráhöldunum og
helst heitt um stund jafnvel eftir að slökkt er á því.
VIÐVÖRUN!
Hætta á brunasárum!
•
Eldunaráhöld og aðgengilegir hlutar tækisins geta orðið mjög heit við notkun. Gætið að því að snerta ekki
heita hluta.
•
Ofnhurðin gæti orðið mjög heit við notkun.
•
Setjið ekki málmhluti eins og hnífa, gaffla, skeiðar eða lok á eldunarsvæðið þar sem þessi hlutir geta orðið
mjög heitir.
VIÐVÖRUN!
•
Notið grillið einungis með ofnhurðina lokaða.
•
Notið ofnhanska eða kjöttengur. Grillhitarinn, grindin og aðrir aukahlutir ofns geta orðið mjög heit við
grillun.
VARÚÐ!
•
Yfirborðið hefur mikið þol gagnvart hitabreytingum en getur skemmst vegna þungra hluta sem falla á það.
Yfirborðið gæti brotnað strax eða nokkra stund eftir að eitthvað hefur rekist í það.
•
Gangið úr skugga um að eldunarsvæðið og botn eldunaráhaldsins séu hrein og þurr fyrir betri árangur og
til að hindra skemmdir á yfirborði.
•
Ef sykur, eða matur með mikið sykurinnihald, dreifist á yfirborðið þegar það er heitt - skal tafarlaust nota
þurrku eða sköfu til að fjarlægja sykurinn af heitu yfirborðinu. Annars gæti yfirborðið skemmst.
•
Notið aldrei ræstiefni eða önnur hreinsiefni til að hreinsa heitt yfirborð.
•
Notið helluborðið ekki sem geymslusvæði þar sem það gæti leitt til þess að það rispist eða skemmist.
•
Notið ekki eldunaráhöld úr áli eða plasti á heit eldunarsvæði.
•
Setjið ekki neina plasthluti eða álþynnu á helluborðið.
VARÚÐ!
•
Snúið ekki hitastigsveljaranum niður fyrir núllstöðuna þegar ofnhitastiginu er breytt. Þetta getur skemmt
hitastillinn.
Summary of Contents for CIS56231V
Page 30: ...30 Komma ig ng SVENSKA 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Page 44: ...44 Komme i gang NORSK 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Page 58: ...58 Kom i gang DANSK 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Page 72: ...72 Aloittaminen SUOMI 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Page 86: ...86 Hefjast handa SLENSKA 2021 Elon Group AB All rights reserved...