–
Hafðu hurðina ekki opna um lengri tíma;
–
hreinsaðu reglubundið fleti sem geta komist í
snertingu við matvæli og aðgengileg
frárennsliskerfi;
•
VIÐVÖRUN: Haltu loftræstingaropum, í afgirðingu
heimilistækisins eða í innbyggðu rými, lausu við
hindranir.
•
VIÐVÖRUN: Notaðu ekki vélrænan búnað eða aðrar
aðferðir til að hraða afísunarferli, annan en þann sem
framleiðandinn mælir með.
•
VIÐVÖRUN: Skemmdu ekki kælimiðilsrásina.
•
VIÐVÖRUN: Notaðu ekki rafmagnstæki inni í
geymsluhólfum matvæla í heimilistækinu, nema þau
séu af þeirri tegund sem framleiðandinn mælir með.
•
Notaðu ekki vatnsúða og gufu til að hreinsa
heimilistækið.
•
Hreinsaðu heimilistækið með mjúkum rökum klút.
Notaðu aðeins hlutlaus þvottaefni. Notaðu ekki neinar
vörur með svarfefnum, stálull, leysiefni eða málmhluti.
•
Þegar heimilistækið er tómt um lengri tíma skal
slökkva á því, afísa, hreinsa, þurrka og skilja hurðina
eftir opna til að koma í veg fyrir að mygla myndist inni í
tækinu.
•
Geymdu ekki sprengifim efni eins og úðabrúsa með
eldfimu drifefni í þessu heimilistæki.
•
Ef rafmagnssnúran er skemmd verður framleiðandi,
viðurkennd þjónustumiðstöð, eða svipað hæfur aðili að
endurnýja hana til að forðast hættu.
2. ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
2.1 Uppsetning
AÐVÖRUN!
Einungis löggildur aðili má
setja upp þetta heimilistæki.
• Fjarlægðu allar umbúðir.
• Ekki setja upp eða nota skemmt
heimilistæki.
• Notaðu ekki heimilistækið áður en þú
setur upp innbyggða virkið af
öryggisástæðum.
• Fylgdu leiðbeiningum um uppsetningu
sem fylgja með heimilistækinu.
• Alltaf skal sýna aðgát þegar
heimilistækið er fært vegna þess að
það er þungt. Notaðu alltaf
öryggishanska og lokaðan skóbúnað.
• Gakktu úr skugga um að að loft geti
flætt í kringum heimilistækið.
ÍSLENSKA
21