5.1.1 Gerð
Þessar uppsetningar- og notkunarleiðbeiningar gilda fyrir ALPHA1
L. Gerð dælunnar er gefin upp á umbúðunum og merkiplötunni.
5.2 Notkun
Dælan er hönnuð til að jafna flæði vökva í hitakerfum. Dælurnar
henta fyrir eftirfarandi kerfi:
•
Kerfi með stöðugu eða breytilegu streymi þar sem æskilegt er
að geta fínstillt vinnupunkt dælunnar.
•
Uppsetningu í fyrirliggjandi kerfi þar sem mismunaþrýstingur
dælunnar er of hár þegar minna streymis er krafist.
•
Uppsetningu í nýjum kerfum fyrir sjálfvirka aðlögun afkasta að
rennslisþörfum án þess að nota hjáveituloka eða svipaða
kostnaðarsama íhluti.
5.3 Vökvi til dælingar
Í heitavatnskerfum á heimilum mælum við með því að
hitastig vökva fari ekki yfir 65 °C til að draga úr hættu á
kalkmyndun.
VARÚÐ
Eldfimt efni
Minni háttar eða miðlungsalvarleg meiðsl
‐
Notið ekki dæluna fyrir eldfima vökva eins og dísilolíu
og bensín.
VARÚÐ
Ætandi efni
Minni háttar eða miðlungsalvarleg meiðsl
‐
Notið ekki dæluna fyrir tærandi vökva eins og sýrur og
sjó.
Dælan hentar fyrir hreina, þunna, ósprengifima vökva sem ekki eru
tærandi og innihalda ekki fastar agnir, trefjar eða jarðolíu.
Í hitunarkerfum þarf vatnið að uppfylla kröfur viðurkenndra staðla
um vatnsgæði í hitunarkerfum, t.d. þýsku viðmiðunarreglunnar VDI
2035.
Blöndur af vatni og frostlegi, t.d. glýkóli, með eðlisseigju sem er
lægri en 10 mm
2
/sek. (10 cSt). Þegar dæla er valin þarf að hafa í
huga seigju vökvans sem á að dæla. Ef dælan er notuð fyrir vökva
með hærri eðlisseigju verða afköst vökvakerfisins minni. Frekari
upplýsingar má sjá í kafla Tæknilegar upplýsingar.
Tengdar upplýsingar
641
Íslenska (IS)
Содержание ALPHA1 L
Страница 1: ...ALPHA1 L Installation and operating instructions GRUNDFOS INSTRUCTIONS ...
Страница 2: ......