66
Öryggi - ÍSLENSKA
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
Almennt öryggi
VIÐVÖRUN!
Hætta á eldsvoða!
•
Geymið ekki hluti á eldunaryfirborðinu.
•
Geymið ekki eldfima, sprengifima, rokgjarna eða hluti sem eru viðkvæmir fyrir hita (eins og pappír,
viskastykki, plastpoka, hreinsiefni eða ræstiefni og úðabrúsa) í geymsluskúffu ofnsins, þar sem kviknað
getur í þeim þegar ofninn er í notkun og það valdið eldsvoða. Eftirlitslaus eldun á helluborði með fitu eða
olíu getur leitt til eldsvoða.
•
Reynið aldrei að slökkva eld með vatni. Slökkvið frekar á tækinu og hyljið logana með, til dæmis, loki eða
eldvarnarteppi.
VIÐVÖRUN!
Hætta á rafstuði!
•
Ef sprungur eru á eldunaryfirborðinu slökkvið þá tafarlaust á tækinu og aftengið það frá rafveitu. Ekki nota
eða snerta tækið.
•
Haldið rafmagnssnúrum annarra tækja í öruggri fjarlægð svo þær klemmist ekki í ofnhurðinni, þar sem
snúrurnar gætu skemmst og valdið skammhlaupi.
Öryggi við uppsetningu
VIÐVÖRUN!
Hætta á eldsvoða!
•
Gangið úr skugga um að gólfið og aðliggjandi veggir séu hitaþolin upp að a.m.k. 90 °C.
•
Setjið tækið ekki upp fyrir aftan skrauthurð þar sem hún gæti ofhitnað.
VIÐVÖRUN!
Gangið úr skugga um að allar leifar umbúða hafi verið fjarlægðar úr eldunarrýminu.
VIÐVÖRUN!
•
Ætlast er til að tækið sé sett beint á gólfið, án neinna stoða eða sökkuls.
•
Ef skrúfurnar sem fylgja með henta ekki fyrir vegginn verið þá viss um að nota skrúfur sem tryggja örugga
uppsetningu á vegginn.
•
Setja verður eldavélina upp þannig að hún sé lárétt hallastillt.
VIÐVÖRUN!
Hætta á rafstuði! Tengið ekki tækið við rafveitu sjálf. Aðeins viðurkenndur tæknimaður má tengja tækið.
VIÐVÖRUN!
•
Rafmagnsuppsetningin verður að fylgja staðbundnum reglum.
•
Gangið úr skugga um að varnarjarðleiðarinn sé rétt festur þegar tengt er við raftengingu.
•
Fyrir einfasa raftengingu skal nota 3×4,0 mm
2
snúru merkta H05VV-F 3G4 eða betri.
•
Fyrir þriggja fasa raftengingu skal nota 5×1,5 mm
2
snúru merkta H05VV-F 5G1.5 eða betri.
•
Notið ekki ytri tímastilla eða aðskilinn fjarstýribúnað til að stjórna tækinu.
VARÚÐ!
Setjið tækið ekki upp nálægt öflugum hitagjöfum, eins og eldavélum með föstu eldsneyti, þar sem hátt
hitastigið gæti skemmt tækið.
VARÚÐ!
Lesið notkunarleiðbeiningarnar vandlega áður en tækið er tengt við raftenginguna. Ábyrgðin nær ekki yfir
viðgerð né neinar ábyrgðarkröfur vegna rangrar tengingar eða notkunar tækisins.
Содержание CGS3523V
Страница 26: ...26 Komma ig ng SVENSKA 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 38: ...38 Komme i gang NORSK 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 50: ...50 Kom i gang DANSK 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 62: ...62 Aloittaminen SUOMI 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 74: ...74 Hefjast handa SLENSKA 2021 Elon Group AB All rights reserved...