74
Hefjast handa - ÍSLENSKA
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
HEFJAST HANDA
Áður en eldavélin er notuð
1.
Fjarlægið allar flutningsumbúðir og -búnað frá eldavélinni.
2.
Hreinsið alla aukahluti og áhöld með heitu vatni og venjulegu hreinsiefni. Notið ekki nein svarfandi hreinsiefni.
3.
Hreinsið keramíkgleryfirborð helluborðsins með rökum klút og smávegis uppþvottalegi. Notið ekki ágeng hreinsiefni,
eins og svarfandi hreinsiefni sem geta valdið rispum, svarfandi uppþvottasvampa, eða blettahreinsa.
4.
Hitið ofninn án matar upp í 275 °C í 60 mínútur. Loftræstið herbergið meðan eldavélin er að losa sig við hina
dæmigerðu lykt af nýju tæki.
VIÐVÖRUN! Gangið úr skugga um að allar leifar umbúða hafi verið fjarlægðar úr eldunarrýminu.
Yfirlit yfir helluborðið
A. Eldunarsvæði vinstra megin að framan (stækkanlegt)
B. Eldunarsvæði vinstra megin að aftan
C. Eldunarsvæði hægra megin að aftan
D. Eldunarsvæði hægra megin að framan
E. Afgangshitavísir
Stækkanlega eldunarsvæðið er hægt að virkja til að búa til pláss fyrir stærri eldunaráhöld.
Stýringar eldavélar
Snúið veljurunum til að stjórna eldavélinni.
A. Orkuveljari eldunarsvæðis vinstra megin að framan
B. Orkuveljari eldunarsvæðis vinstra megin að aftan
C. Veljari fyrir eldunarstillingu ofns
D. Veljari ofnhitastigs
E. Orkuveljari eldunarsvæðis hægra megin að aftan
F. Orkuveljari eldunarsvæðis hægra megin að framan
G. Gaumljós hitastigs (rautt)
H. Gaumljós notkunar (gult)
Ljós
Kveikt er á gaumljósi notkunar þegar kveikt er á ofninum eða einhverri af hellunum. Það kviknar á gaumljósi hitastigs
þegar ofninn hitnar og slokknar á því þegar ofninn hefur náð völdu hitastigi.
Opnið barnalæsinguna
Ofnhurðin læsist sjálfkrafa þegar henni er lokað.