núverandi innstillt hitastig blikkar og hljóð
heyrist.
Til að slökkva á hljóðinu skaltu ýta á
hitastigstakkann.
Þú getur afvirkjarð þessa viðvörun með
því að loka hurðinni.
Ef þú ýtir ekki á takkann og lokar ekki
hurðinni mun hljóðið slokkna sjálfkrafa
eftir u.þ.b. eina klukkustund til að forðast
truflun.
4.8 Aðvörun um háan hita
Hækkun á hitastigi í frystihólfinu (t.d.
vegna þess að rafmagnið hefur farið af
eða ef dyr eru opnar) virkjar viðvörun fyrir
hátt hitastig. Ljósdíóðuvísirinn fyrir
núverandi innstillt hitastig blikkar og hljóð
heyrist.
Til að slökkva á hljóðinu skaltu ýta á
takkann fyrir hitastig (ef hitastig hefur
ekki náðst aftur á sama stig mun vísirinn
halda áfram að blikka).
Ef hitastig næst aftur á sama stig og þú
ýtir hitastigstakkann mun vísirinn fyrir
hitastig hætta að blikka.
Ef þú ýtir ekki á hnappinn, slekkur hljóðið
á sér sjálfkrafa eftir u.þ.b. eina
klukkustund til að forðast truflun.
5. DAGLEG NOTKUN
5.1 Hurðarhillurnar staðsettar
Hurðin á þessu heimilistæki er búin
rennum sem gera mögulegt að raða
hillum/hólfum í samræmi við
persónulegan smekk.
Til að endurstaðsetja hillur/hólf:
1. Lyftu hillunni/hólfinu smám saman í
áttina sem örvarnar sýna þar til
hún/það losnar.
2. Staðsettu hilluna/hólfið í þeirri stöðu
sem þú vilt og komdu henni/því
varlega fyrir í rennunni.
1
1
2
5.2 Glerhillur fjarlægðar
Þetta heimilistæki er búið glerhillum sem
aðskilja skúffurnar.
Til að fjarlægja glerhillu:
1. Fjarlægðu aðliggjandi skúffur (sjá
„Skúffur fjarlægðar"“).
2. Dragðu læsingarpinna úr hillunum
báðu megin (1).
3. Dragðu glerhilluna út (2).
1
x2
2
Til að setja glerhilluna aftur í
skaltu fylgja ofangreindum
skrefum í öfugri röð.
VARÚÐ!
Þegar þú ýtir
læsingarpinnunum inn skaltu
ganga úr skugga um að
þrýsta þeim alla leið á sinn
stað.
5.3 Frysta fersk matvæli
Frystihólfið hentar til þess að frysta fersk
matvæli og geyma frosin og djúpfrosin
matvæli til lengri tíma.
ÍSLENSKA
27