
91
1. Lýsandi upplýsingar
1.1 Fyrirhuguð notkun
Provox XtraHME hylkið er einnota, sérhæft tæki sem ætlað er sjúklingum
sem anda í gegnum barkarauf. Það er varma- og rakaskiptir (HME), sem gefur
innöndunarloftinu hita og raka með því að halda hita og raka úr útöndunarloftinu
í tækinu. Það endurheimtir að hluta til öndunarviðnámið sem tapast hefur.
Það getur einnig auðveldað röddun hjá sjúklingum með talventil eða talfistil.
1.2 FRÁBENDINGAR
Provox XtraHME hylkið er ekki ætlað til notkunar hjá sjúklingum sem geta
ekki fjarlægt eða stýrt tækinu, nema sjúklingurinn sé undir stöðugu eftirliti
heilbrigðisstarfsmanns eða þjálfaðs umönnunaraðila. Til dæmis hjá sjúklingum
sem eru ófærir um að hreyfa handleggina, sjúklingum með skerta meðvitund
eða sjúklingum sem eru í hættu á ófyrirsjáanlegu tíðu meðvitundarleysi.
Ekki má nota Provox XtraHME hylkið samhliða barkaslöngu með belg,
öndun getur takmarkast og köfnun getur átt sér stað.
Hentar ekki sjúklingum með lága andrýmd (e. tidal volume), þar sem
viðbætta ónýtta rúmmálið (e. dead space) (5 ml) getur valdið uppsöfnun á CO
2
(koltvísýringi) við of lága andrýmd.
1.3 Lýsing á tækinu
Provox XtraHME hylkin eru einnota tæki til notkunar við endurhæfingu á
lungum. Þau eru hluti af Provox HME System, sem samanstendur af HME
hylkjum, fylgibúnaði og aukahlutum.
Provox XtraHME hylkin innihalda frauð, sem meðhöndlað hefur verið með
kalsíumklóríði, í plasthulstri. Hægt er að ýta topplokinu niður með fingrinum
til að loka hylkinu og beina loftinu í gegnum talventilinn til að auðvelda tal.
Eftir að fingrinum hefur verið sleppt, fer topplokið aftur í fyrri stöðu.
Provox XtraHME hylkin eru fáanleg í tveimur útgáfum:
• Provox XtraMoist HME eru ætluð til notkunar við hefðbundnar athafnir
daglegs lífs.
• Provox XtraFlow HME eru ætluð til notkunar við líkamlegar athafnir, þar
sem það hefur lægra öndunarviðnám. Einnig má nota það í tveggja þrepa
aðferð til að aðlagast auknu öndunarviðnámi Provox XtraMoist HME.
ÍSLENSKA
Unregistered
copy
Содержание Provox XtraHME
Страница 1: ...Instructions for Use XtraHME Unregistered copy...
Страница 2: ...Figure 1 Figure 2 Figure 3 Figure 4 Unregistered copy...
Страница 59: ...59 Provox XtraHME HME 4 2 2 HME 24 3 3 1 Unregistered copy...
Страница 87: ...87 Provox XtraHME HME 4 2 2 HME 24 3 3 1 MRI MR MRI Unregistered copy...
Страница 97: ...97 HME 2 2 1 Provox XtraHME 1 2 Provox XtraHME 3 Provox XtraHME HME 4 2 2 HME 24 3 3 1 Unregistered copy...